Í dag er þriðji dagur æfinga fyrir Eurovision 2023 í Liverpool. Æfingar byrjuðu sl. sunnudag með því að flytjendur fyrri undankeppninnar, 9. maí, stigu á sviðið fyrir sína fyrstu tækniæfingu. Í dag er komið að okkar konu Diljá að fá tilfinningu fyrir sviðinu og passa upp á að hljóð, myndskot og hreyfingar séu í lagi […]

Read More »

Og áfram höldum við á vegferð okkar aftur í tímann og smellum okkur í seinni hluta annálsins okkar góða. Júró-Gróan gæti nú bara vanist því að gera svona á hverju ári…nei, segi nú bara svona… Það var nú aldeilis stuð og stemma í Póllandi. Þar vann látúnsbarkinn Krystian Ochman allt gillið með lagið “River”, sem […]

Read More »

Sælar elskurnar mínar og gleðileg jólin og áramótin og allt þar á milli. Nú ætlar eftirlætis Gróan ykkar aldeilis að feta nýjar slóðir, því þess var farið á leit við hana á haustmánuðum, að skella í einn sjóðheitan áramótaannál þar sem stiklað verður á stóru á þessu epíska júróári sem er að líða. Og þar […]

Read More »

Mál málanna hjá stjórn FÁSES þessa dagana er aðdáendamiðasalan fyrir aðalkeppni Eurovision í Liverpool 2023! Nú hafa allir FÁSES-liðar sem greiddu félagsgjöld sín ekki seinna en 29. september sl. fengið tölvupóst um fyrirkomulagið en góð vísa er aldrei of oft kveðin svo hér koma helstu atriðin. FÁSES félagar sem hafa áhuga á að kaupa aðdáendamiðapakka […]

Read More »

Ellefti aðalfundur FÁSES var haldinn á Ölveri fimmtudaginn 15. september sl. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, svo sem skýrsla stjórnar þar sem farið var yfir það helsta sem stóð upp úr síðasta starfsári og samþykkt ársreiknings. Fjörugar umræður urðu um viðburðahald FÁSES þar sem félagar kölluðu eftir fleiri viðburðum nú þegar COVID takmörkunum hefur […]

Read More »

Eftir blauta viku er loksins komin sól í Tórínó. Það breytir því þó ekki að það er fremur lágskýjað á herbergi Júró-Gróu á Double Tree hóteli Hilton. Gærkvöldinu varði hún með Eurovision vinum á Mojobarnum þar sem kneifað var öl af miklum móð og kvaddar rímur að áströlskum hætti, enda gestgjafarnir ástralskir. Á gestalistanum voru […]

Read More »

Þá hefjum við fjórða æfingadaginn hér úti í blaðamannahöllinni í Tórínó. Og það engann smá dag því nú stíga á svið stóru löndin fimm; Frakkland, Ítalía, Bretland, Spánn og Þýskland. Af þessum fimm löndum sitja þrjú þeirra í topp fimm í veðbönkunum! Fylgist með beinni textalýsingu FÁSES af atburðum dagsins.

Read More »

Júró-Gróa er sko hvergi af baki dottin þrátt fyrir að hafa nýtt tímann vel í að kynnast vínmenningu Piemonte héraðsins síðan hún lenti. Það er jú kominn eftirmiðdagur hér í Tórínó svo hún er búin að færa sig úr Lavazza kaffinu yfir í limonchelloið þar sem hún situr á kaffihúsi og mundar harðbeittan pennann við […]

Read More »

Áfram höldum við að plægja akur seinni æfinga landanna í seinni undankeppni Eurovision og flytja ykkur helstu fréttir með beinni textalýsingu beint úr júróvisjónbúbblunni. Í dag æfa Ástralía, Kýpur, Írland, Norður-Makedónía, Eistland, Rúmenía, Pólland, Svartfjallaland, Belgía, Svíþjóð og Tékkland.

Read More »