Grikkir hafa á hinum síðari árum verið ein af þeim þjóðum í Eurovision sem alltaf virðist ganga vel. Allt frá því að þeir sigruðu árið 2005 með “My Number One”, hafa þeir nánast undantekningarlaust verið inn á topp tíu. Með örfáum undantekningum þó, því að í fyrra komust þeir ekki einu sinni upp úr undankeppninni […]
Flokkur: FÁSES
Kýpverjar komu, sáu og sigruðu næstum því þegar hin sjóðheita og seiðandi Eleni Foureira kom litlu eyþjóðinni alla leið í annað sætið í Lissabon í fyrra með laginu “Fuego“. Kýpur á ansi margt sameiginlegt með okkur Íslendingum í Eurovision. Báðar þjóðir hafa verið með í meira en 30 ár, án þess að takast að landa […]
Nú er loksins komið að þessu – á laugardaginn fáum við að vita hvaða lag keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision 2019! Við í FÁSES erum alveg að farast úr spenningi og vildum endilega minna á stóru Söngvakeppnishelgina hjá FÁSES. Föstudagurinn 1. mars Eurovision karaoke í sal Samtakanna 78 kl. 20. Sjá nánar facebook viðburð. Við erum að […]
Í dag sendi stjórn FÁSES þessa yfirlýsingu til RÚV og á aðra fjölmiðla til að fylgja eftir ályktun frá aðalfundi FÁSES frá 24. október 2018. Yfirlýsingin er svo hljóðandi: „Til stjórnar RÚV, útvarpsstjóra og framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar. Einnig sent á fjölmiðla og birt á fases.is Um leið og FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, þakkar […]
Áður en nýja Eurovision árið fer á fullt með tilheyrandi glásglápi á undankeppnir í öðrum löndum er ekki úr vegi að fara yfir félagsstarf FÁSES síðasta haustið. Eftir að hafa lokið síðasta Eurovision ári með PED (post-Eurovision-depression) gleðistund í júní var síðasta smiðshöggið á Eurovision árið 2018 rekið með viðburðinum FÁSES tekur annan sjens! í lok ágúst […]
Ítalía vann OGAE Second Chance Contest 2018 með laginu Il Mondo Prima Di Te sem Annalisa flutti í Sanremo keppninni í fyrravetur. Ítalir fengu 350 stig, í öðru sæti voru Frakkar með 302 stig og Finnar í þriðja sæti með 233 stig. Hægt er að sjá alla stigagjöfina á Youtube rás Melodifestivalklubben. Úrslit keppninnar voru kynnt […]
Árlega stendur OGAE International, regnhlífasamtök Eurovision aðdáenda, fyrir Second Chance keppninni. Second Chance keppnin er haldin til að gefa þeim listamönnum sem tóku þátt í valferlinu fyrir Eurovision annað tækifæri til að heilla aðdáendur um allan heim. Hver aðildarklúbbur OGAE getur tilnefnd eitt lag til að senda inn í keppnina. Þann 29. ágúst n.k. stendur FÁSES fyrir […]
FÁSES blés til fimmtu útgáfu af Júró-stiklum félagsins á Sólón 18. apríl síðastliðinn. Eins og flestir vita er hér um að ræða fjölskylduvænan viðburð á vegum félagsins þar sem stiklað er á stóru yfir stiklur úr Eurovision framlögum ársins í ár ásamt því að bjóða upp á ýmis skemmtiatriði. Sunna Mímisdóttir viðburðar- og kynnningarstjóri FÁSES, kynnti hvert júró lagið […]
Á hverju ári framkvæma stærstu regnhlífarsamtök Eurovisionklúbba í heiminum, OGAE International, risastóra könnun sem nefnist OGAE Big Poll þar sem félagar aðdáendaklúbbanna velja sín eftirlætis Eurovisionlög í keppninni í ár. Þessi könnun er síðan m.a. notuð í veðbankasúpuna til að spá fyrir um sigurvegara keppninnar í ár enda hefur félagið innanborðs 44 aðdáendaklúbba með um það bil 15 þúsund meðlimum […]
Það verður ekki annað sagt en að FÁSES hafi hitað vel upp fyrir Söngvakeppnina í ár! Herlegheitin byrjuðu föstudagskvöldið 2. mars þar sem FÁSES hélt Eurovision BarSvar í sal Samtakanna 78, kvöldið fyrir úrslitakeppnina. Þar sem Steinunn Björk Bragadóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Kristján Jóhannes Pétursson (þ.e. Steina, Stína og Stjáni) eru þekkt fyrir að vita allt um Eurovision, […]
Post Söngvakeppnin depression eða eftirsöngvakeppnisbringsmalaskotta (ESB) eins og það gæti útlagst á hinu ástkæra ylhýra er ekkert grín. Í dag eru Eurovision aðdáendur rétt að byrja að jafna sig á ESB-inu. Eina huggun aðdáendanna í ESB-inu er að rifja upp þessa stórglæsilegu útsendingu sem RÚV stóð fyrir á laugardagskvöldið og frammistöðu allra þeirra frábæru listamanna sem komu fram […]
Nú er farið að ískra í FÁSES-ingum af spennu vegna úrslita Söngvakeppninnar í kvöld. Við brugðum á leik með keppendum í ár með smá upphitunaratriði. Gleðilega hátíð og góða skemmtun!