Ítalir eru sigurvegarar OGAE Second Chance Contest 2018


Ítalía vann OGAE Second Chance Contest 2018 með laginu Il Mondo Prima Di Te sem Annalisa flutti í Sanremo keppninni í fyrravetur. Ítalir fengu 350 stig, í öðru sæti voru Frakkar með 302 stig og Finnar í þriðja sæti með 233 stig. Hægt er að sjá alla stigagjöfina á Youtube rás Melodifestivalklubben.

Úrslit keppninnar voru kynnt við hátíðlega athöfn laugardagskvöldið 13. október í Eskilstuna í Svíþjóð. FÁSES tilnefndi Dag Sigurðsson og lagið Í stormi sem sinn fulltrúa. Því miður lentum við í neðsta sæti með einungis 2 stig.

Fyrir hönd FÁSES kynnti Felix Bergsson stigin. Stig FÁSES úr netkosningunni sem fram fór í lok ágúst féllu á þessa leið:

Finnland 12 stig
Noregur 10 stig
Svíþjóð 8 stig
Ítalía 7 stig
Frakkland 6 stig
Spánn 5 stig
Bretland 4 stig
Lettland 3 stig
Þýskaland 2 stig
Danmörk 1 stig.

Smelltu hér til að skoða umfjöllun FÁSES.is um öll lögin í OGAE Second Chance Contest 2018.