Það má með sanni segja að FÁSES taki úrslitahelgi Söngvakeppninnar með trompi þetta árið. Hvorki meira né minna en fjórir viðburðir eru skipulagðir fyrir æsta Eurovision aðdáendur. Förum aðeins yfir þetta. Eurovision Barsvar Söngvakeppnishelgin byrjar á Barsvari (e. pub quiz). Þar munu Steinunn Björk Bragadóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Kristján Jóhannes Pétursson (þ.e. Steina, Stína og Stjáni) […]
Flokkur: Eurovision
Það var sannkölluð súperhelgi í Eurovision heiminum, því fimm ný framlög bættust í hópinn. Það voru Lettar, Slóvenar, Úkraínumenn, Ungverjar og Moldóvar sem að völdu sína fulltrúa um helgina, og lögin eru sannarlega jafn ólík og þau eru mörg.
Youtube-stjarnan Michael Schulte vann á fimmtudagskvöldið var keppnina Unser Lied Für Lissabon með laginu You Let Me Walk Alone. Hann verður því fulltrúi Þýskalands í úrslitum Eurovision í Lissabon, sem fram fer 12. maí. Michael er 27 ára gamall frá bænum Dollerup á landamærum Þýskalands og Danmerkur. Lagið er til minningar um föður hans, sem lést […]
Rúmenar buðu í ár upp á eina stærstu undankeppni sem haldin hefur verið fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. 60 lög kepptu í 5 undanriðlum víðsvegar um landið þar á meðal í saltnámu í borginni Turda sem er gríðarlega vinsæll ferðamannastaður í Rúmeníu og trúlega einn exótískasti staður nokkur undankeppni Eurovision hefur verið haldin í. Upp úr […]
Þá er komið að því – í kvöld klukkan 19:15 að íslenskum tíma (20:15 CET) munu Þjóðverjar velja sitt framlag í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Lagið verður valið í þættinum Unser Lied für Lissabon, sem er haldið í Berlín af norðurþýska sjónvarpinu, Norddeutscher Rundfunk, NDR. Sýnt verður beint frá keppninni á stöð ARD, sem margir Íslendingar hafa aðgang […]
Annað undankvöld Söngvakeppninnar 2018 var haldið 17. febrúar sl. í Háskólabíó. Eins og hefðin er hittust FÁSES-liðar á Stúdentakjallaranum fyrir keppni og í þetta sinn hafði gjaldkeri félagsins hreinsað upp lager heildsala landsins af íslenskum fánum. Fánana þurfti að setja saman og því ekki annað í stöðunni en að virkja mannskapinn. Eftir næringu og hæfilega […]
Eftir æsispennandi keppni í Álaborg seinasta laugardagskvöld, var það Rasmussen með lagið “Higher Ground” sem stóð uppi sem öruggur sigurvegari og verður því fulltrúi þjóðarinnar í Lissabon í maí.
Mikið var um dýrðir í Háskólabíó í gærkveldi þegar fyrri undankeppni Söngvakeppninnar 2018 var haldin. FÁSES liðar fjölmenntu í Stúdentakjallarann um fimmleytið til að spá og spekúlera fyrir kvöldið. Eftir nokkra drykki og kvöldverð var þrammað yfir í Háskólabíó í storminum, lúkurnar fylltar af plakötum af keppendum og sest í bestu sæti hússins, beint fyrir framan […]
Hin hæfileikaríka og heillandi SuRie fór með sigur af hólmi í bresku undankeppninni fyrir Eurovision, You Decide. Lagið Storm sem SuRie flutti verður því framlag Breta í úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Lissabon. SuRie heitir fullu nafni Susanna Marie Cork og er 28 ára gömul frá Essex í Englandi. SuRie er menntuð í klassískum píanóleik, […]
Danir eru alveg jafn spenntir fyrir Eurovision og við Íslendingar, og þeir verða fyrstir Norðurlandaþjóðanna til að velja sér framlag, en það munu þeir gera þann 10. febrúar næstkomandi í Álaborg og vonast til að í forkeppninni leynist fjórða sigurlag þjóðarinnar, en þeir hafa orðið hlutskarpastir þrisvar sinnum áður. Árið 1963 voru það hjónin Grethe […]
Á mánudagskvöldið völdu Spánverjar loksins framlag sitt til Eurovision. Það voru Almaia og Alfred með hina gullfallegu og ástríku ballöðu “Tu canción” sem urðu hlutskörpust eftir æsispennandi kosningu og munu því með stolti fljúga spænska fánanum í maí.
Æ æ, aumingja elsku Spánn. Þeir hafa ekki riðið feitum hesti frá keppninni undanfarin ár, og hafa hæst komist í 10. sæti á undanförnum 16 árum og hafa, þrátt fyrir að hafa verið með nánast frá byrjun, aðeins unnið keppnina tvisvar. Árið 1968 kom Massiel með lagið “La La La” og rétt hafði sigur fram […]