
Eurovisionkeppni númer 47 fór fram í Saku Suurhall í Tallinn í Eistlandi fyrir nákvæmlega 20 árum eða þann 25. maí 2002. Kynnar voru Annely Peebo og Marko Matvere. Keppnin hófst á því að sigurvegarar ársins á undan, Dave Benton og Tanel Padar, tóku lagið sem sigraði 2001, Everybody. Þetta var fyrsta keppnin sem hafði slagorð, […]