Eftir æsispennandi keppni í Álaborg seinasta laugardagskvöld, var það Rasmussen með lagið “Higher Ground” sem stóð uppi sem öruggur sigurvegari og verður því fulltrúi þjóðarinnar í Lissabon í maí.
Flokkur: Undankeppnir
Hin hæfileikaríka og heillandi SuRie fór með sigur af hólmi í bresku undankeppninni fyrir Eurovision, You Decide. Lagið Storm sem SuRie flutti verður því framlag Breta í úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Lissabon. SuRie heitir fullu nafni Susanna Marie Cork og er 28 ára gömul frá Essex í Englandi. SuRie er menntuð í klassískum píanóleik, […]
Danir eru alveg jafn spenntir fyrir Eurovision og við Íslendingar, og þeir verða fyrstir Norðurlandaþjóðanna til að velja sér framlag, en það munu þeir gera þann 10. febrúar næstkomandi í Álaborg og vonast til að í forkeppninni leynist fjórða sigurlag þjóðarinnar, en þeir hafa orðið hlutskarpastir þrisvar sinnum áður. Árið 1963 voru það hjónin Grethe […]
Bretar þrá ekkert heitar en að vinna aftur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Framan af voru Bretar næstum áskrifendur að topp sætum í keppninni, en frá því að tungumálareglan var afnumin árið 1999 hafa Bretar ekki riðið feitum hesti frá keppninni. Besti árangur Breta á þessari öld er þriðja sæti árið 2002 þegar Jessica Garlick söng lagið Come Back og […]
Á mánudagskvöldið völdu Spánverjar loksins framlag sitt til Eurovision. Það voru Almaia og Alfred með hina gullfallegu og ástríku ballöðu “Tu canción” sem urðu hlutskörpust eftir æsispennandi kosningu og munu því með stolti fljúga spænska fánanum í maí.
Fulltrúar Frakka í Eurovisionkeppninni í Lissabon í ár verða hjónin Émilie Satt og Jean-Karl en þau skipa dúettinn Madame Monsieur og flytja lagið Mercy. Lagið felur í sér gagnrýni á þjóðir Evrópu vegna flóttamannavandans. Heiti lagsins er nafn lítillar stúlku sem fæddist um borð í flóttamannabát síðastliðið vor en móðir hennar hafði flúið átökin í […]
Felix Bergsson hefur farið fyrir sendinefnd íslenska Eurovision hópsins (head of delegation, oft stytt í HoD) síðustu ár og er nú staddur í París, Frakklandi, þar sem úrslit Destination Eurovision, frönsku undankeppninnar í Eurovision, fara fram. Felix er hluti af alþjóðlegu dómnefndinni í keppninni en það verður ekki eina dómnefndarseta hans þetta árið því hann […]
Æ æ, aumingja elsku Spánn. Þeir hafa ekki riðið feitum hesti frá keppninni undanfarin ár, og hafa hæst komist í 10. sæti á undanförnum 16 árum og hafa, þrátt fyrir að hafa verið með nánast frá byrjun, aðeins unnið keppnina tvisvar. Árið 1968 kom Massiel með lagið “La La La” og rétt hafði sigur fram […]
Eftir að hafa handvalið keppendur til að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir hönd Frakklands undanfarin ár ákvað franska ríkissjónvarpið að vera með undankeppni í þetta sinn og gefa almenningi kost á að velja fulltrúa Frakklands í Eurovision 2018. Hugsanlega kom þessi ákvörðun í kjölfar mikillar velgengni Amirs, keppenda Frakka árið 2016. Lag hans […]
Eins og allir Eurovisionaðdáendur vita er skemmtilegasti tími ársins runninn upp, sá tími þegar við sitjum með nefið á bólakaf í undankeppninum sem nú fara fram í löndunum í kringum okkur. Sumir aðdáendur ganga svo langt að segja að þetta sé allra skemmtilegasta aðventan og jólin renni upp í maí þegar aðalkeppni Eurovision fer fram. FÁSES.is hyggst brydda […]
- 11 of 11
- « Previous
- 1
- …
- 9
- 10
- 11