Þá er leiðinda gámabruninn sem árið 2020 var, á enda. Við ætlum ekki einu sinni að tala um hversu mikið ógeð það ár var og segjum því eins og þau í Áramótaskaupinu: “2020 má fokka sér!” Nú er komið nýtt ár og búið að fullvissa lýðinn um að Eurovision 2021 fari fram í Rotterdam í […]
Flokkur: Eurovision
Eins og þekkt er orðið var Eurovisionkeppninni árið 2020 aflýst. Fjörutíu og eitt lag var tilbúið til keppni sem ekkert varð úr. En þetta eru ekki einu lögin sem áttu að verða Eurovisionlög en komust aldrei alla leið á Eurovisionsviðið, þótt þau hafi að sjálfsögðu aldrei áður verið svona mörg sem duttu út. Ýmsar ástæður […]
Fyrir þrjátíu árum fæddist lítil stúlka í Kaupmannahöfn. Það var engin önnur en Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, díva og Eurovisionstjarna með meiru. Jóhanna var aðeins níu ára þegar hún gaf út sína fyrstu plötu, Jóhanna Guðrún 9 árið 1999. En síðar átti hún meðal annars eftir að lenda í Eurovisionævintýrum sem verður farið nánar yfir hér. […]
Söngvarinn og bassaleikarinn Pálmi Gunnarsson fæddist 29. september 1950 og fagnar því sjötugsafmæli í dag. Pálmi ólst upp á Vopnafirði, en býr á Akureyri í dag. Hann hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðan á áttunda áratug síðustu aldar og þá mest áberandi með hljómsveitinni Mannakornum eða sem sólólistamaður. Pálmi var fyrsta íslenska röddin sem […]
Eurovisionkeppi númer 55 fór fram í Telenor Arena í Bærum, sem er rétt fyrir utan Osló, dagana 25., 27. og 29. maí 2010. Það eru því akkúrat 10 ár í dag síðan lokakvöldið var og því rifjum við upp þessa keppni. Kynnar voru Erik Solbakken, Haddy N’jie og Nadia Hasnaoui, sem hefur verið stigakynnir fyrir […]
Eurovision er ákveðin fíkn og á það ekki einungis við um aðdáendur, því keppendur ánetjast oft Eurovision-sviðinu. Á hverju ári má sjá kunnugleg andlit á meðal keppenda og árið í ár er engin undantekning. En hverjir eru góðkunningjar Eurovision ársins 2020? Serbía Hin serbneska Sanja Vučić er einn þriðji af tríóinu Hurricane sem flutti framlag Serba […]
Út er komið fréttabréf FÁSES 2020. Það er eingöngu rafrænt að þessu sinni en við vonum að umfjöllunin komi ykkur að góðum notum í lok þeirrar viku sem átti að verða Eurovision-vikan mikla í Rotterdam. Eins og venjulega er fréttabréfið stútfullt af efni um framlögin í ár og samantekt um Söngvakeppnina en við bættum einnig […]
Árið 2000 fór Eurovisionkeppnin fram í Globen höllinni í Stokkhólmi þann 13. maí eða fyrir nákvæmlega 20 árum í dag. Þetta var fyrsta Eurovisionkeppnin sem var sýnd beint á svokölluðu interneti sem þá var að slá í gegn. Eftir þetta hefur fólk því geta horft á keppnina hvar sem er í heiminum sem hefur án […]
Síðan 1999 hefur Eurovision-þjóðunum staðið til boða að syngja á hvaða tungumáli sem er. Í kjölfarið náði enskan yfirhöndinni hjá textahöfundum laganna þar sem meirihluti laga síðan þá hafa verið á ensku. En það eru alltaf einhverjar þjóðir sem kjósa að syngja á öðru tungumáli en ensku, hvort sem það er móðurmál viðkomandi lands eða […]
Í dag á ein dásamleg Eurovisonkeppni 30 ára afmæli. Keppnin var haldin í Vatroslav Lisinski Concert Hall í Zagreb sem þá var í Júgóslavíu, nú Króatíu, þann 5. maí 1990. Þetta var 35. Eurovisionkeppnin og sú fyrsta sem var haldin austan tjalds. Kynnar voru Oliver Mlakar og Helga Vlahovic. Oliver var síðar kynnir á Dora, […]
Hvít-Rússneska sjónvarpið fékk send 95 lög til þátttöku í undankeppnina fyrir Eurovision 2020. 49 var boðið í prufu þar sem sérfræðingadómnefnd valdi 12 til að keppa til úrslita í sjónvarpi. Sigurvegarinn var valinn með atkvæðum sérfræðingadómnefndar til helmings við atkvæði almennings. Meðal sérfræðinganna voru Dmitry Koldun, sem lenti í sjötta sæti með lagið Work Your Magic árið […]
Jeangu Macrooy var valinn af Hollendingum til að taka þátt í Eurovision á heimavelli. Hann er 27 ára gamall og fæddist í Súrinam en flutti til Hollands árið 2014 til að stunda tónlistarnám. Súrinam er einmitt gömul hollensk nýlenda og faðir Jeangu bjó um tíma í Amsterdam áður en hann flutti til Súrinam til að […]