Í hverri Eurovisionkeppni má greina margs konar þema sem oft endurspeglar mikilvæg umræðuefni Evrópu hverju sinni. Í Eurovision keppninni 1990, sem haldin var stuttu eftir fall Berlínarmúrsins, fjölluðu 7 af 22 lögum um frið, frelsi, sameiningu eða fall múra. En hvað ætli árgangurinn sem nú er undirbúningi hér í höllinni í Liverpool beri helst með […]
Flokkur: Greiningardeildin
Það fylgja hefðir Eurovisionjólunum eins og öðrum jólahátíðum. Þið þekkið þetta; tungumálapistill ársins birtist í gær, Júró-Gróa er á sínum stað og nú er komið að greiningardeild FÁSES að setja júróframlögin undir smásjána til að greina þemu þessa árs. Hljómsveitir Eins og Eurovisionaðdáendur þekkja vel hafa sigurlög Eurovision oftast áhrif á næsta júróárgang. Engin […]
Um fátt hefur verið meira rætt í aðdraganda þessarar Eurovision keppni en norska framlagið Give That Woolf A Banana með Subwoolfer. Ástæðan? Enginn veit hverjir eru á bak við gulu úlfagrímurnar. Eða réttara sagt enginn þykist vita hverjir eru á bak við gulu grímurnar. Þegar norska framlagið var tekið fyrir í Alla leið um daginn […]
Árið 2019 var þema keppninnar klárlega pólitík í Eurovision. Allir Eurovisionaðdáendur sökktu sér ofan í dæmi úr júrósögunni sem mátti setja pólitískt spurningarmerki við. Flestir þeirra komust síðan að þeirri niðurstöðu að vissulega sé pólitík mikil áhrifavaldur í þessari glyskeppni en það skiptir bara máli hvers konar pólitík. Hatari frá Íslandi veifaði palestínskum fána í […]
Eins og þekkt er orðið var Eurovisionkeppninni árið 2020 aflýst. Fjörutíu og eitt lag var tilbúið til keppni sem ekkert varð úr. En þetta eru ekki einu lögin sem áttu að verða Eurovisionlög en komust aldrei alla leið á Eurovisionsviðið, þótt þau hafi að sjálfsögðu aldrei áður verið svona mörg sem duttu út. Ýmsar ástæður […]
What´s another Year söng Johnny Logan um árið. Eitt ár í viðbót breytir kannski ekki öllu. En tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins og segir í kvæðinu og í dag eru árin orðin fjörtíu síðan Johnny söng til sigurs í Eurovision um eitt ár enn. Af því tilefni er einmitt þessi keppni og nokkur vel […]
“Það er ekkert að marka þessa veðbanka. Okkur er nú alltaf spáð góðu gengi á hverju ári.” Nú þegar Ísland trónir á toppi veðbankanna með hæstu vinningslíkur, sem íslenskt lag hefur nokkru sinni haft, er vinsælt meðal almennings að slengja fram yfirlýsingum eins og þeirri hér að ofan. Hvort þetta er einhver tilraun þjóðarsálarinnar til […]
Þegar Óskarsverðlaunin voru veitt á dögunum tóku glöggir Eurovision-aðdáendur andköf þegar lagið Into the Unknown úr Frozen 2 var flutt, því þar stigu á stokk ekki einungis ein heldur tvær söngkonur sem komið hafa við sögu í Eurovision. Idina Menzel söng lagið ásamt nokkrum þeirra söngkvenna sem hafa hljóðsett lagið á ýmsum tungumálum. Gisela, sem […]
Nú þegar búið er að tilkynna um lögin í Söngvakeppninni 2020 kemur í ljós að eitt af því sem einkennir keppnina í ár er að önnur kynslóð er áberandi, það er að segja flytjendur og höfundar sem eiga foreldri sem hefur áður tekið þátt Söngvakeppninni. Nína Dagbjört Helgadóttir syngur lagið Ekkó/Echo í keppninni í ár. […]
Duncan Laurence sem er talinn sigurstranglegastur af keppendum í Eurovision í ár fékk aukaæfingu eftir að stóru þjóðirnar fimm höfðu lokið annarri æfingu sinni í gær samkvæmt heimildum EscDaily. Á fyrri æfingunum tveimur vakti það athygli að Duncan fékk lengri tíma til æfinga en aðrir keppendur. EscDaily segja að hollenska sendinefndin hafi ekki verið ánægð með […]
Á hverju ári keppast aðdáendur Eurovision að finna þemu ársins; hvað er það sem einkennir Eurovision þessa árs. Í fyrra var það #metoo, nútíma rauðsokkur, þjóðtungur og etnísk áhrif. FÁSES.is lætur sitt ekki eftir liggja þetta árið og greiningardeildin tekur dýfu í djúpa enda þemalaugarinnar. Karlmenn Í ár eru 18 karlkyns sólósöngvarar en “bara” […]
Um fátt var meira rætt eftir fyrstu æfingu Hatara hér í Tel Aviv en að Einar Hrafn Stefánsson, eða trommugimpið eins hann er vanalega kallaður, hefði skipt út gaddakylfunni sinni fyrir tvær svipur. Líktu einhverjir aðdáendur svipunum við afþurrkunarkústa eða pompoms eins og klappstýrur nota. Þóttu svipurnar tvær gefa Hatara mýkri ímynd og ljóst að […]