Óskarinn og Eurovision


Þegar Óskarsverðlaunin voru veitt á dögunum tóku glöggir Eurovision-aðdáendur andköf þegar lagið Into the Unknown úr Frozen 2 var flutt, því þar stigu á stokk ekki einungis ein heldur tvær söngkonur sem komið hafa við sögu í Eurovision. Idina Menzel söng lagið ásamt nokkrum þeirra söngkvenna sem hafa hljóðsett lagið á ýmsum tungumálum.

Gisela, sem söng kastilísku útgáfu lagsins tók þátt í Eurovision fyrir Andorra árið 2008 með eyrnaorminn Casanova:

Lisa Stokke, sem söng norsku útgáfuna, tók þátt í norsku undankeppninni fyrir Eurovision árið 2012, MGP, með lagið With Love. Hún lék Sophie í fyrstu uppfærslu Mamma Mia á West End.

Þá er kannski ekki úr vegi að minnast á fleiri listamenn sem hafa tengst bæði Eurovision og Óskarsverðlaununum.

Tíu árum eftir sigurinn í Eurovision flutti Celine Dion lagið My Heart Will Go On úr Titanic en lagið fékk hin eftirsóttu verðlaun:

Oft vill það gleymast að Olivia Newton-John tók þátt í Eurovision fyrir Bretland árið 1974 með lagið Long Live Love:

en hún flutti lagið Hopelessly Devoted To You úr kvikmyndinni Grease á athöfninni 1979:

Matt Monro lenti í öðru sæti fyrir Bretland í Eurovision, með lagið I Love The Little Things:

Hann söng lagið titillag myndarinnar Born Free, sem fékk óskarsverðlaun sem besta lagið árið 1967. Roger Williams flutti lagið á verðlaunahátíðinni sjálfri en lagið varð auðkennislag Matt Monro, sem söng auk þess meðal annars þemalagið í Bond-kvikmyndinni From Russia With Love.

Því hefur verið ranglega haldið fram að Bretar hafi ætlað að taka þátt í fyrstu Eurovisionkeppninni árið 1956 og haldið undankeppnina Festival of British Popular Songs til þess en hafi ekki skilað lagi í tíma fyrir skilafrestinn. Einn af þeim sem tók þátt í þessari keppni var söngvarinn Frankie Vaughan en hann flutti lagið The Best of Everything á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1960.

Eurovision-stjörnur hafa ekki einungis komið fram á Óskarnum, því tyrkneski kynnirinn frá árinu 2004, Meltem Cumbul var ein þeirra sem veitti verðlaun á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 2012.
Niamh Kavanagh, sem vann fyrir Írland árið 1993 með laginu In Your Eyes og tók svo aftur þátt árið 2010 með laginu It’s for you, söng á Grammy-verðlaununum árið 1992 með félögum sínum úr kvikmyndinni The Commitments.