FÁSES.is er nú statt í mekka hvers Eurovisionaðdáenda, Stokkhólmi, til vera viðstatt Melodifestivalen. Úrslitin í Melló, eins og Svíar kalla keppnina, fara fram nú á laugardag og keppa 12 lög um að verða framlag Svíþjóðar í Lissabon í maí. Fimm undankeppnum Melodifestivalen er nú lokið. Fyrirkomulagið er þannig að úr fyrstu fjórum undankeppnunum komast tvö […]
Flokkur: Eurovision
Post Söngvakeppnin depression eða eftirsöngvakeppnisbringsmalaskotta (ESB) eins og það gæti útlagst á hinu ástkæra ylhýra er ekkert grín. Í dag eru Eurovision aðdáendur rétt að byrja að jafna sig á ESB-inu. Eina huggun aðdáendanna í ESB-inu er að rifja upp þessa stórglæsilegu útsendingu sem RÚV stóð fyrir á laugardagskvöldið og frammistöðu allra þeirra frábæru listamanna sem komu fram […]
Það voru ekki einungis Íslendingar sem völdu sér sitt framlag til Eurovision um helgina. Eistar héldu einnig sína undankeppni, Eesti Laul, en sú keppni vekur yfirleitt mikla athygli og mikið upp úr henni lagt. Í ár var engin undantekning. 20 lög hófu keppni og var þeim skipt niður í tvær undankeppnir, 10 lög í hvorri. Þar […]
Síðasta haust tilkynnti finnska ríkissjónvarpið, YLE, að hin þrítuga Saara Aalto hefði verið valin til að vera fulltrúi Finna í Eurovision 2018. Saara þessi er nokkuð þekkt meðal Eurovision aðdáenda. Hún hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti Uuden Musiikin Kilpailu (UMK), undankeppni þeirra Finna. Fyrst árið 2011 með lagið Blessed with Love og síðan […]
Cześć Polska!! Á meðan við Íslendingar tjúttuðum af okkur skóna í höllinni á laugardaginn, voru vinir okkar í Póllandi að gera slíkt hið sama í Varsjá, þar sem fram fór úrslitakeppnin í Krajowe Eliminacje 2018.
Hollendingar hafa sigrað 4 sinnum og töldust stórveldi í Eurovision hér áður fyrr. En þeir hafa þó verið með óheppnari þjóðum seinustu árin, sérstaklega eftir að forkeppnirnar hófu göngu sína árið 2004, en á þeim 14 árum sem liðin eru síðan þá, hafa þeir einungis komist fimm sinnum í aðalkeppnina. En aldrei hafa þessar elskur […]
Nú er farið að ískra í FÁSES-ingum af spennu vegna úrslita Söngvakeppninnar í kvöld. Við brugðum á leik með keppendum í ár með smá upphitunaratriði. Gleðilega hátíð og góða skemmtun!
FÁSES fékk þrjá félaga til að spá í spilin fyrir úrslitin í Söngvakeppninni sem haldin verða í Laugardalshöll annað kvöld. Sérfræðingapanellinn var með nýju sniði og fengum við fulltrúa frá þremur FÁSES-kjördæmum í léttar umræður. Frá FÁSES Suður kemur Steinunn Björk Bragadóttir, frá FÁSES Norður kemur Halla Ingvarsdóttir og frá FÁSES á meginlandi Evrópu kemur Haukur Johnson. Niðurstöður […]
Eistar virðast vera mikil Eurovision-þjóð ef marka má vinsældir Eesti Laul, eistnesku forkeppnarinnar, í heimalandinu. Keppnin hefur þó ekki síður vakið mikla athygli utan landssteinanna og hefur í einhvern tíma verið ein af vinsælustu, og ef ekki með þeim metnaðarfyllstu forkeppnum í Eurovision, og er það margur aðdáandinn sem bíður spenntur eftir keppninni ár hvert. […]
Síðasta haust tilkynnti YLE, finnska ríkissjónvarpið, að þau hefðu valið hina þrítugu Söru Aalto til að vera fulltrúi Finna í Eurovision 2018. Saara þessi er nokkuð þekkt meðal Eurovision aðdáenda. Hún hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti Uuden Musiikin Kilpailu (UMK), undankeppni þeirra Finna. Fyrst árið 2011 með lagið Blessed with Love og síðan […]
Eins og áður hefur komið fram, var síðastliðin helgi algjör veisla fyrir Eurovision aðdáendur, því að heil sjö ný framlög litu dagsins ljós. Við erum búin að fara yfir sex þeirra, og nú er komið að Armenum.
Ein stærsta undankeppni Eurovision vertíðarinnar í ár var haldin í Rúmeníu. 60 lög tóku þátt í 5 undanriðlum víðsvegar um landið þar á meðal í þekktri saltnámu sem er vinsæll ferðamannastaður í Rúmeníu. Þrjú lög komust áfram úr hverjum undanriðli og sunnudaginn 25. febrúar var haldin glæsileg lokakeppni í höfuðborg Rúmeníu, Búkarest. Í undanriðlum hafði […]