
Eurovisionkeppni númer 26 var haldin í RDS Simmonscourt Ballsbridge í Dublin þann 4. apríl 1981 eða fyrir nákvæmlega 40 árum í dag. Kynnir var Doireann Ní Bhriain og sjálfur Noel Kelehan stjórnaði hljómsveitinni. Tuttugu þjóðir tóku þátt, alveg eins og árið 1978. Í Eurovisionvikunni fyrir keppni var sýnt myndband frá undirbúningi hennar og mögulega er […]