Síðasta haust tilkynnti YLE, finnska ríkissjónvarpið, að þau hefðu valið hina þrítugu Söru Aalto til að vera fulltrúi Finna í Eurovision 2018. Saara þessi er nokkuð þekkt meðal Eurovision aðdáenda. Hún hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti  Uuden Musiikin Kilpailu (UMK), undankeppni þeirra Finna. Fyrst árið 2011 með lagið Blessed with Love og síðan […]

Read More »

Eins og áður hefur komið fram, var síðastliðin helgi algjör veisla fyrir Eurovision aðdáendur, því að heil sjö ný framlög litu dagsins ljós. Við erum búin að fara yfir sex þeirra, og nú er komið að Armenum.

Read More »

Ein stærsta undankeppni Eurovision vertíðarinnar í ár var haldin í Rúmeníu. 60 lög tóku þátt í 5 undanriðlum víðsvegar um landið þar á meðal í þekktri saltnámu sem er vinsæll ferðamannastaður í Rúmeníu. Þrjú lög komust áfram úr hverjum undanriðli og sunnudaginn 25. febrúar var haldin glæsileg lokakeppni í höfuðborg Rúmeníu, Búkarest. Í undanriðlum hafði […]

Read More »

Það má með sanni segja að FÁSES taki úrslitahelgi Söngvakeppninnar með trompi þetta árið. Hvorki meira né minna en fjórir viðburðir eru skipulagðir fyrir æsta Eurovision aðdáendur. Förum aðeins yfir þetta. Eurovision Barsvar Söngvakeppnishelgin byrjar á Barsvari (e. pub quiz). Þar munu Steinunn Björk Bragadóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Kristján Jóhannes Pétursson (þ.e. Steina, Stína og Stjáni) […]

Read More »

Það var sannkölluð súperhelgi í Eurovision heiminum, því fimm ný framlög bættust í hópinn. Það voru Lettar, Slóvenar, Úkraínumenn, Ungverjar og Moldóvar sem að völdu sína fulltrúa um helgina, og lögin eru sannarlega jafn ólík og þau eru mörg.

Read More »

Youtube-stjarnan Michael Schulte vann á fimmtudagskvöldið var keppnina Unser Lied Für Lissabon með laginu You Let Me Walk Alone. Hann verður því fulltrúi Þýskalands í úrslitum Eurovision í Lissabon, sem fram fer 12. maí. Michael er 27 ára gamall frá bænum Dollerup á landamærum Þýskalands og Danmerkur. Lagið er til minningar um föður hans, sem lést […]

Read More »

Rúmenar buðu í ár upp á eina stærstu undankeppni sem haldin hefur verið fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. 60 lög kepptu í 5 undanriðlum víðsvegar um landið þar á meðal í saltnámu í borginni Turda sem er gríðarlega vinsæll ferðamannastaður í Rúmeníu og trúlega einn exótískasti staður nokkur undankeppni Eurovision hefur verið haldin í. Upp úr […]

Read More »

Þá er komið að því – í kvöld klukkan 19:15 að íslenskum tíma (20:15 CET) munu Þjóðverjar velja sitt framlag í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Lagið verður valið í þættinum Unser Lied für Lissabon, sem er haldið í Berlín af norðurþýska sjónvarpinu, Norddeutscher Rundfunk, NDR. Sýnt verður beint frá keppninni á stöð ARD, sem margir Íslendingar hafa aðgang […]

Read More »

Annað undankvöld Söngvakeppninnar 2018 var haldið 17. febrúar sl. í Háskólabíó. Eins og hefðin er hittust FÁSES-liðar á Stúdentakjallaranum fyrir keppni og í þetta sinn hafði gjaldkeri félagsins hreinsað upp lager heildsala landsins af íslenskum fánum. Fánana þurfti að setja saman og því ekki annað í stöðunni en að virkja mannskapinn. Eftir næringu og hæfilega […]

Read More »

Aron Hannes flytur lagið Gold digger eftir Svein Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson og Oskar Nyman með texta eftir Valgeir Magnússon í seinni undankeppni Söngvakeppninnar 17. febrúar nk. Samstarfs Sveins Rúnars og Arons Hannesar sem byrjaði í Söngvakeppninni fyrir ári síðan heldur áfram en Gold digger er fjórða lagið þeirra saman (lögin Sumarnótt og Morgunkoss komur út 2017). Sveinn Rúnar er […]

Read More »

Stefanía Svavarsdóttir, Agnes Marínósdóttir og Regína Lilja Magnúsdóttir flytja lagið Svaka stuð eftir Agnesi Marínósdóttur, Aron Þór Arnarsson og Marínó Breka Benjamínsson, íslenskur texti eftir Agnesi Marínósdóttur, Stefaníu Svavarsdóttur og Lovísu Rut Kristjánsdóttur, í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 17. febrúar nk. Stefaníu Svavars þarf vart að kynna fyrir Eurovision aðdáendum enda er þetta í fjórða skiptið […]

Read More »

Sonja Valdín og Egill Ploder úr Áttunni, flytja lagið Hér með þér eftir Egil Ploder Ottósson og Nökkva Fjalar Orrason í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 17. febrúar nk. Vinsælasta samfélagsmiðlamerki Íslands, Áttan, tekur þátt í Söngvakeppninni í fyrsta sinn í ár. Þó ekki með týpískt Áttulag eins og hafa verið vinsæl hjá landanum undanfarin misseri en Hér með þér […]

Read More »