Halló halló! Gróan er nú aldeilis búin að dansa í stjörnufans síðan við heyrðumst síðast. Nú er báðum forkeppnum lokið og ekki laust við að Gróan sé með pínu kökk í hálsinum og vill bara þakka elsku Diljá og öllu teyminu hennar kærlega fyrir að vera svona miklir æðibitar. Þið eruð frábær, elskurnar mínar og […]
Flokkur: Júró-Gróa
Gróan heilsar alveg geislandi af gleði frá Englandshreppi og er satt að segja byrjuð að kippa svolítið, því í blaðamannahöllinni nýopnuðu er barasta boðið upp á fría Bailey´s kokteila! Jidúddamía hvað Gróan var glöð, því ekki er séð fyrir þörfum kaffiþyrstra þar á bæ. Eingöngu boðið upp á eitthvað þriðja flokks skyndikaffi og þá er […]
Gróan heilsar frá rigningarsuddanum í Liverpool en það gerir ekkert til – það er eingöngu sól í hjörtu allra Eurovisionfara! Og maður minn stemningin í Liverpool er að ná hæstu hæðum, allt er skreytt í gulu og bláu og Eurovision merkingar ÚT UM ALLT svo ekki fer fram hjá neinum að hann er staddur í […]
Good evening og Доброго вечора! Þá er elskuleg Gróan ykkar loksins mætt til Liverpool eftir alveg skelfilegt ferðalag. Blessaðir Bretarnir eru ekkert að grínast með þetta Brexit-dæmi, því Gróan lenti bara í sjö gráðu yfirheyrslu á John Lennon flugvelli vegna þess að fyrir um þremur árum varð henni það á að þiggja rausnarlegt heimboð í kampavíns […]
Og áfram höldum við á vegferð okkar aftur í tímann og smellum okkur í seinni hluta annálsins okkar góða. Júró-Gróan gæti nú bara vanist því að gera svona á hverju ári…nei, segi nú bara svona… Það var nú aldeilis stuð og stemma í Póllandi. Þar vann látúnsbarkinn Krystian Ochman allt gillið með lagið “River”, sem […]
Sælar elskurnar mínar og gleðileg jólin og áramótin og allt þar á milli. Nú ætlar eftirlætis Gróan ykkar aldeilis að feta nýjar slóðir, því þess var farið á leit við hana á haustmánuðum, að skella í einn sjóðheitan áramótaannál þar sem stiklað verður á stóru á þessu epíska júróári sem er að líða. Og þar […]
Nú heilsar Gróan úr ekta ítölsku veðri. Það er yfir 25 stiga hiti og borgarbúar hér í Tórínó eru m.a.s nokkrir búnir að slaufa Primaloft-úlpunum og húfunum. Gróan er nú svoddan norðurlandabúi og er eiginlega bara að kafna og það er hreinlega ekki til nóg af Aperol-Spritz í þessari borg til að svala þorstanum! En […]
Eftir blauta viku er loksins komin sól í Tórínó. Það breytir því þó ekki að það er fremur lágskýjað á herbergi Júró-Gróu á Double Tree hóteli Hilton. Gærkvöldinu varði hún með Eurovision vinum á Mojobarnum þar sem kneifað var öl af miklum móð og kvaddar rímur að áströlskum hætti, enda gestgjafarnir ástralskir. Á gestalistanum voru […]
Júró-Gróa er sko hvergi af baki dottin þrátt fyrir að hafa nýtt tímann vel í að kynnast vínmenningu Piemonte héraðsins síðan hún lenti. Það er jú kominn eftirmiðdagur hér í Tórínó svo hún er búin að færa sig úr Lavazza kaffinu yfir í limonchelloið þar sem hún situr á kaffihúsi og mundar harðbeittan pennann við […]
Signore e signori! Ciao a tutti! Júró-Gróa heilsar frá ítölsku alpaborginni Tórínó, með Lavazza espresso í annarri hendi og beittan pennann í hinni, tilbúin að færa ykkur glóðvolgt slúður úr júróbúbblunni! Glöggir lesendur taka eftir því að Gróan hefur breytt um ásýnd frá bleiku kollunni sem hún skartaði í Rotterdam í fyrra. Er eitthvað sem lýsir […]
Gróa og vinir hennar voru með hitting á Zoom á sunnudagskvöldið þar sem þau reyndu að endurskapa Euroklúbbinn epíska – sem gekk líka svona vel að hún var allan mánudaginn að díla við afleiðingarnar sem voru vægast sagt þunnar. Norski Tix er yfir sig hrifinn af asersku Efendi og syngur henni ástaróð á hverju kvöldi af […]
Þrátt fyrir að Júró-Gróa komist hvorki lönd né strönd í ár og sé í hálfgerðri sóttkví heima hjá sér í Garðabænum, þá lætur hún það ekki aftra sér í að fylgjast með slúðrinu. Með hjálp tölvutækninnar getur hún fylgst vel með hvað er að gerast í Eurovision heiminum og er í beinu sambandi við alla […]