Bonjour kæru lesendur! Vinir okkar í Frakklandi völdu sitt framlag um helgina og auðvitað var mikið um dýrðir í TV-France Studio seinasta laugardag. Þar kepptu 12 lög um að feta í fótspor Barböru Pravi, sem réttilega hefur verið tekin nánast í dýrðlingatölu eftir frábært gengi í Rotterdam í fyrra, þegar hún svo eftirminnilega tryggði Frökkum […]

Read More »

Serbar völdu sér sitt framlag til Eurovision 2022 í gegnum forkeppni sína, Pesma za Evrovizijo ’22. Serbenska ríkissjónvarpið ákvað að bregða aðeins út af vananum í ár, þar sem tónlistarhátíðin Beovizija hefur verið notuð síðan 2007 til að velja framlag Serba í Eurovision. Eftir tvær undankeppnir og ein úrslit, sem samanstóðu af hvorki meira né minna en 36 lögum […]

Read More »

Lokakvöld rúmensku söngvakeppninnar Selecția Națională var haldin í Studio Pangrati í Búkarest laugardagskvöldið 5. mars. Kynnar voru  Eda Marcus, Aurelian Temișan, Bogdan Stănescu og Ilinca Băcilă sem jóðlaði á sviðinu í Kyiv árið 2017 sællar minningar. Dómnefnd hafði 83% vægi á móti 17% vægi símakosningar. Forval hafði farið fram 9. og 10. febrúar og undankeppni […]

Read More »

Við rjúfum fréttaflutning af æsispennandi Eurovisionframlögum þvers og kurs um Evrópu fyrir mikilvæga tilkynningu frá siglinganefnd FÁSES til allra Júróvisjóndáta nær og fjær. FÁSES í samstarfi við Pink Iceland, Eldingu og Saga Events kynnir: Júrókrúsið: Bátur&Bryggja Já þið heyrðuð rétt! Fyrirpartý FÁSES fyrir úrslit Söngvakeppninnar 12. mars nk. verður Eurovision bátsferð að hætti góðra vina okkar í OGAE […]

Read More »

Danir völdu sitt framlag til Eurovision á sinn hefðbundna máta, með forkeppni sinni Melodi Grand Prix. Danska sjónvarpið hefur síðustu ár verið duglegt við að einskorða sig ekki við Kaupmannahöfn hvað varðar staðsetningar á keppninni, þar sem keppnin hefur meðal annars verið haldin í Álaborg, Herning og Horsens. Keppni þessa árs var þar engin undatekning […]

Read More »

Þjóðverjum hefur ekki gengið vel undanfarin ár í Eurovision. Ef frá er talið 4. sæti Michael Schulte árið 2018 þá hefur uppskeran verið ansi slök. Þeir hafa ýmist valið innbyrðis eða verið með undankeppni og í ár var keppandinn valinn í undankeppni þar sem símaatkvæði giltu 50% á móti 50% netkosningu hjá opinberum útvarpsstöðvum allra […]

Read More »

Söngvakeppnin 2022 fór vel af stað síðasta laugardagskvöld í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. RÚV hefur greinilega unnið stórvirki við að breyta gömlu áburðarverksmiðjunni, þar sem nú er kvikmyndaver RVK Studios, í eins og eitt stykki glamúrhöll með speglasviði. Stórglæsileg umgjörð! Á stokk stigu Amarosis, Stefán Óli, Haffi Haff, Stefanía Svavarsdóttir og Sigga, Beta og Elín. Í […]

Read More »