Ó já, lömbin mín. Þetta færist óðfluga nær og eins gott að fara að spýta í lófana. Eurovision í Portúgal er rétt handan við hornið og við höldum áfram að kynnast framlögum og keppendum ársins.
Ó já, lömbin mín. Þetta færist óðfluga nær og eins gott að fara að spýta í lófana. Eurovision í Portúgal er rétt handan við hornið og við höldum áfram að kynnast framlögum og keppendum ársins.
Það er ekki allt búið enn. Júróvertíðin er á fúll svíng og nú ætlum við að glugga aðeins í hvað Svartfjallaland, Búlgaría, Hvíta Rússland og Ítalía hafa upp á að bjóða í ár.
Við höldum áfram að fara yfir framlögin í Eurovision 2018. 43 stykki, takk fyrir vesskú. Nú ætlum við að kíkja á Grikkland, Serbíu, Ísrael og Austurríki, en þrjú af þessum fjórum lögum voru valin innbyrðis. Tökum þetta í stafrófsröð af því bara.
Það verður ekki annað sagt en að FÁSES hafi hitað vel upp fyrir Söngvakeppnina í ár! Herlegheitin byrjuðu föstudagskvöldið 2. mars þar sem FÁSES hélt Eurovision BarSvar í sal Samtakanna 78, kvöldið fyrir úrslitakeppnina. Þar sem Steinunn Björk Bragadóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Kristján Jóhannes Pétursson (þ.e. Steina, Stína og Stjáni) eru þekkt fyrir að vita allt um Eurovision, […]
Við í FÁSES erum búin að vera á haus við að fylgjast með forkeppnum víðsvegar um Evrópu og dekka það sem hinar þjóðirnar munu bjóða upp á í Lissabon. En það er samt slatti eftir. Mikið hefur verið um innbyrðis val í ár líka, sem og forkeppnir sem við náðum ekki að fylgjast með. Eigi […]
Frændur okkur Norðmenn völdu sér sitt framlag til Eurovision síðastliðna helgi með glæsilegri forkeppni, sem haldin var í Oslo Spektrum. Í ár var það enginn annar en fyrrum Eurovision-sigurvegarinn Alexander Rybak, sem vann með lag sitt „That’s How You Write a Song“ og mun því fara fyrir hönd Noregs til Lissabon í maí og freista þess að ná öðrum […]
Ef einhver man ennþá eftir litháísku útgáfunni af Míu litlu, sem ráfaði stefnulaust um sviðið í Kænugarði í fyrra og gargaði: „Yeah, yeah!” móðursýkislega á sirka fimm sekúndna fresti, þá legg ég til að þið gleymið henni eins og skot! Það er kominn nýr fógeti í bæinn frá Litháen og hún heitir Ieva Zasimauskaité.
Svíar eru ein sigursælasta þjóðin í Eurovision, með sex sigra á ferilskránni, ásamt því að vera fastagestir í topp fimm sætunum. Því var mikið um dýrðir í Friends Arena í Solna í Svíþjóð þegar Svíar völdu framlag sitt til Eurovision 2018, að viðstöddum 26 þúsund áhorfendum. Alls voru send inn 2.772 lög í Melodifestivalen í ár og voru 28 lög valin til […]
Norðmenn eru mögulega ein öfgafyllsta þjóðin í Eurovisin þegar kemur að flöktandi gengi. Þeir eiga bæði met í að hafa lent oftast í síðasta sæti í keppninni (11 sinnum) og metið yfir flest skipti sem þjóð hefur fengið 0 stig í keppninni (4 sinnum, sem þeir reyndar deila með Austurríkismönnum). En á móti eiga Norðmenn […]
FÁSES.is er nú statt í mekka hvers Eurovisionaðdáenda, Stokkhólmi, til vera viðstatt Melodifestivalen. Úrslitin í Melló, eins og Svíar kalla keppnina, fara fram nú á laugardag og keppa 12 lög um að verða framlag Svíþjóðar í Lissabon í maí. Fimm undankeppnum Melodifestivalen er nú lokið. Fyrirkomulagið er þannig að úr fyrstu fjórum undankeppnunum komast tvö […]
Post Söngvakeppnin depression eða eftirsöngvakeppnisbringsmalaskotta (ESB) eins og það gæti útlagst á hinu ástkæra ylhýra er ekkert grín. Í dag eru Eurovision aðdáendur rétt að byrja að jafna sig á ESB-inu. Eina huggun aðdáendanna í ESB-inu er að rifja upp þessa stórglæsilegu útsendingu sem RÚV stóð fyrir á laugardagskvöldið og frammistöðu allra þeirra frábæru listamanna sem komu fram […]
Það voru ekki einungis Íslendingar sem völdu sér sitt framlag til Eurovision um helgina. Eistar héldu einnig sína undankeppni, Eesti Laul, en sú keppni vekur yfirleitt mikla athygli og mikið upp úr henni lagt. Í ár var engin undantekning. 20 lög hófu keppni og var þeim skipt niður í tvær undankeppnir, 10 lög í hvorri. Þar […]