Mikið var um dýrðir í Háskólabíó í gærkveldi þegar fyrri undankeppni Söngvakeppninnar 2018 var haldin. FÁSES liðar fjölmenntu í Stúdentakjallarann um fimmleytið til að spá og spekúlera fyrir kvöldið. Eftir nokkra drykki og kvöldverð var þrammað yfir í Háskólabíó í storminum, lúkurnar fylltar af plakötum af keppendum og sest í bestu sæti hússins, beint fyrir framan […]

Read More »

Tómas Helgi Wehmeier og Sólborg Guðbrandsdóttir flytja lagið Ég og þú eftir Tómas Helga Wehmeier, Sólborgu Guðbrandsdóttur og Rob Price með texta eftir Davíð Guðbrandsson í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar þann 10. febrúar nk. FÁSES.is hitti á Tómas og Sólborgu á milli æfinga og undirbúningserinda – það er greinilega heilmikið stúss að taka þátt í einu stykki […]

Read More »

Fókus hópurinn flytur lagið Aldrei gefast upp eftir Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósu Björg Ómarsdóttur, Michael James Down og Primoz Poglajen með texta eftir Þórunni Ernu Clausen í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar 10. febrúar nk. FÁSES.is hitti þau Rósu Björg Ómarsdóttur, Eirík Þór Hafdal, Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur, Karítas Hörpu Davíðsdóttur og Sigurjón Örn Böðvarsson á dögunum en saman mynda þau Fókus hópinn. Innan […]

Read More »

Ari Ólafsson syngur lagið Heim eftir Þórunni Ernu Clausen í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar 10. febrúar nk. FÁSES.is hitti Ara og Þórunni Ernu á RÚV um daginn í smávegis viðtal og sprell. Það er augljóst að þeim tveimur kemur vel saman, reyndar það vel að Ari er farin að kalla Þórunni mömmu sína sem ekki fæddi hann. Ari kemur […]

Read More »

Heimilistónar flytja lagið Kúst og fæjó eftir Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Elvu Ósk Ólafsdóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og Vigdísi Gunnarsdóttur í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar 10. febrúar næstkomandi. Heimilistónar er íslensk kvennahljómsveit í anda sjöunda áratugarins skipuð þekktum íslenskum leikkonum. FÁSES.is hitti á þær Heimilistónadömur, Ólafíu Hrönn, Kötlu Margréti, Elvu Ósk og Vigdísi, í sínu fínasta pússi rétt fyrir æfingu […]

Read More »

Þórunn Antonía flytur lagið Ég mun skína eftir sig og Agnar Friðbertsson í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar þann 10. febrúar næstkomandi. FÁSES.is hitti Þórunni Antoníu og Agga á dögunum og fékk þau aðeins til að Eurovision sprella. Að eigin sögn er Þórunn Antonía mjög spennt fyrir þátttökunni í Söngvakeppninni en þetta er í fyrsta skipti sem hún hendir inn lagi í […]

Read More »

Þórir Geir Guðmundsson og Gyða Margrét Kristjánsdóttir flytja lagið Brosa  eftir Fannar Frey Magnússon og Guðmund Þórarinsson í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar þann 10. febrúar næstkomandi. FÁSES tókst að ná í skottið á Fannari, Þóri og Gyðu sem eru út um hvippinn og hvappinn í viðtölum, myndbandagerð, erindum vegna Söngvakeppnisþáttökunnar og að sjálfsögðu í dagvinnunni til viðbótar. Brosa er annað tveggja […]

Read More »

RÚV kynnti keppendur í Söngvakeppninni 2018 í sérstökum kynningarþætti sem sýndur var í gær. Í ár er boðið upp á nokkuð gott jafnvægi á milli ballaða og laga sem hægt er að dilla bossanum við. Nýliðar eru áberandi í hópi flytjenda Söngvakeppninnar 2018 en þó sjáum við þrjú andlit í hópi flytjenda sem Söngvakeppnisaðdáendur ættu […]

Read More »

Frá árinu 1987 hefur OGAE International staðið fyrir Second chance keppninni. Aðildarklúbbar OGAE geta tilnefnt eitt lag sem hefur tekið þátt í valferli Eurovision lagsins í þeirra landi. FÁSES tilnefndi í ár Daða Frey með lag sitt Is This Love? Sigurvegarar Second chance keppninnar frá því í fyrra, Pólland, voru gestgjafarnir í ár. Úrslitin voru tilkynnt í beinni […]

Read More »

Eins og síðustu ár blés FÁSES til fyrirpartýs fyrir úrslit Söngvakeppninnar. Að þessu sinni fengum við afnot af góðum sal Félags tölvunarfræðinga í Engjateigi þar sem ungir sem aldnir skiptust á nokkrum vel völdum Eurovision orðum og örfáum danssporum. RÚV kíkti tvisvar í heimsókn til að fá Eurovision stemninguna beint í æð – fyrst facebook […]

Read More »

Svala Björgvins kom, sá og sigraði Söngvakeppnina 2017! Símakosning almennings og dómnefnd voru sammála um að lagið Paper, sem er eftir Svölu, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise (texti er eftir Svölu og Lily Elise) hafi verið besta lag kvöldsins. Eftir fyrri kosningu kvöldsins, samanlagða símakosningu almennings og kosningu 7 alþjóðlegra dómnefndarmeðlima, voru lögin Paper og Is […]

Read More »

Þátttaka í símakosningu í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur sjaldan, ef nokkru sinni verið jafngóð og í ár. Alls voru 115.518 atkvæði greidd í fyrri umferð símakosningar sem er tæplega 106% aukning frá því í fyrra. Fjöldi atkvæða hefur verið gerður opinber síðan árið 2015 en árin 2007-2014 var aðeins gefið upp hvaða lög hefðu lent í […]

Read More »