Okkar hjörtu slá í takt er dimma tekur

Dagur Sigurðsson flytur lagið Í stormi eftir Júlí Heiðar Halldórsson með íslenskum texta eftir Júlí Heiðar og Þórunni Ernu Clausen í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 17. febrúar nk.

Dagur er nýliði í Söngvakeppninni en það eru Júlí Heiðar og Þórunn Erna svo sannarlega ekki. Júlí keppti með Spring yfir heiminn í Söngvakeppninni 2016 og Heim til þín í fyrra. Dagur ætti nú samt ekki að vera sjónvarpsáhorfendum mjög ókunnugur því hann sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 2011, tók þátt í Músíktilraunum 2008, var þátttakandi í X-factor í Bretlandi 2012 ásamt því að hafa gert garðinn frægan á Fiskidagstónleikum og tónleikasýningum RIGG events síðustu árin. Eflaust hafa einhverjir rekist á Dag niður í miðbæ því hann skemmtir ásamt félögum sínum á hinum ýmsum pöbbum borgarinnar um helgar við frábærar undirtektir. Lagið Í stormi ku vera baráttusöngur fyrir breytingum og er samið undir áhrifum menningarbyltinga síðustu mánuði hér heima og erlendis.

Við mælum loks með að kíkja á órafmagnaða útgáfu af Í stormi sem var tekin upp í Þorlákshafnarkirkju.

Í stormi – Dagur Sigurðsson (Órafmagnað)

Í STORMI – DAGUR SIGURÐSSON(Órafmagnað í Þorlákskirkju)Söngvakeppnin – Mælum með HD og að deila.Download @https://soundcloud.com/dagursigurdsson/istormiacoustic#söngvakeppnin

Posted by Dagur Sigurðsson – Söngvakeppnin 2018 on 7. febrúar 2018