Megi allar vættir góðar vernda og gæta þín

Rakel Pálsdóttir flytur lagið Óskin mín eftir Hallgrím Bergsson í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 17. febrúar nk.

Söngvakeppnisaðdáendur ættu að þekkja Rakel en hún var bakrödd hjá Grétu Mjöll í Eftir eitt lag árið 2014, keppti síðan með Hinemoa 2015 með lagið Þú leitar líka að mér og í fyrra sem dúett ásamt Arnari Jónssyni með lagið Til mín. Það er því löngu kominn tími fyrir þessa hörkugóðu söngkonu að taka sviðið ein. Hallgrímur Bergsson er höfundar lags og texta og fjallar það um að eignast afabarn. Í viðtali við RÚV sagði Rakel að hún tengdi mjög við textann því hann væri uppskrift að því sem hana langaði að segja við dóttur sína. Hallgrímur hefur sent inn lag í söngvakeppnina á hverju ári síðan 2009 og segir þetta góða keppni fyrir lagahöfunda til að rífa efnið sitt upp úr skúffum og bera það á borð. FÁSES.is hitti Rakel og Hallgrím við æfingar fyrir stóra kvöldið í Háskólabíó.

Loks hvetjum við lesendur til að kíkja á þetta fallega myndband sem unnið hefur verið fyrir Óskina mín.