FÁSES stendur fyrir ýmiss konar viðburðum helgina sem úrslit Söngvakeppninnar fara fram 1.-2. mars nk. Öll eru velkomin á viðburðina og ekki er skilyrði að vera í FÁSES. FÁSES Karaoke Við byrjum Söngvakeppnis-upphitunina á FÁSES-Karaoke á Ölver, föstudaginn 1. mars. Húsið opnar klukkan 20 og það verður opið til 1. Tilvalið að hittast og […]
Flokkur: FÁSES
Í ljósi umræðu síðustu daga um sniðgöngu Eurovision var ákveðið að boða til félagsfundar FÁSES 20. desember 2023. Niðurstaða fundarins, sem borin var undir alla félaga í sérstakri atkvæðagreiðslu, er sú að FÁSES skorar á RÚV að senda ekki fulltrúa í Eurovision 2024 nema Ísrael taki ekki þátt í keppninni. Ályktun félagsfundar FÁSES 20.12.2023 […]
Stjórn FÁSES samþykkti eftirfarandi ályktun 7. desember sl.: Nýverið tilkynntu skipuleggjendur Eurovision að 37 þjóðir, þar á meðal Ísrael, myndu taka þátt í Eurovision 2024 í Malmö. Þátttakendalistinn hefur vakið mikla umræðu innan aðdáendasamfélagsins hér heima og erlendis. Stjórn FÁSES fordæmir öll ofbeldisverk og brot á mannréttindum. Stjórnin vill koma því áleiðis að félagið er […]
Nú skal fagna! Árshátíð FÁSES snýr aftur 21. október og endurkoma Lúxemborgar í Eurovision er staðfest. Búið ykkur undir ógleymanlegt kvöld með glamúr, tónlist, góðu fólki og rammsterkri Eurovision-sveiflu. Þema árshátíðarinnar verður til heiðurs Lúxemborg og þeirra merku Eurovision-sögu. Á árshátíðinni verður góður félagsskapur, besta tónlistin og… Heillandi stórstirnið Bjarni Snæbjörsson veislustýrir með glensi & […]
Mörg eru farin að huga að skipulagi vorsins og FÁSES berst fjöldi fyrirspurna um miðasölu fyrir Eurovision 2024. Þá er ekki úr vegi að rifja upp miðasölufyrirkomulagið og minna á að síðasti dagur til að ganga í FÁSES til að geta átt möguleika á kaupum á aðdáendamiðum í Svíþjóð er 2. október 2023. Sami frestur […]
Tólfti aðalfundur FÁSES fór fram fimmtudaginn 21. september. Eins og vaninn er voru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá þar sem fjallað var um ársreikning síðasta árs og skýrslu stjórnar þar sem hinir ýmsu viðburðir félagsins voru tíundaðir. Þá var kosið til stjórnar og var Ísak Pálmason endurkjörinn formaður FÁSES og Laufey Helga Guðmundsdóttir endurkjörin ritari félagsins. […]
Að vanda erum við búin að uppfæra Eurovision vínpott FÁSES sem er fyrir löngu orðin klassík hjá vinahópum og vinnustöðum til að auka á Eurovision spennuna! Þátttakendur í vínpottinum eru á einu máli að spennan sé óbærileg og að aðeins keppendurnir í Eurovision geti skilið spennuna sem fylgir því að taka þátt í pottinum! Fyrst […]
Þá er liðin vika frá Söngvakeppninni 2023 og pistlahöfundur að ranka við sér eftir törnina; maraþon viðburði FÁSES og bónus-törnina að úthluta forkaupsréttum á Eurovision í Liverpool. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna skemmtilegu efni á blað um Söngvakeppnina 2023! Hin 21 árs gamla Kópavogsmær Diljá Pétursdóttir kom sá og sigraði […]
Á meðan Bragi, Diljá, Sigga Ózk, Langi Seli og Skuggarnir og Celebs undirbúa sig fyrir úrslit Söngvakeppninnar 4. mars næstkomandi undirbúa FÁSES-liðar sig fyrir eitt mesta partý ársins. Söngvakeppnishelgin er nefnilega ekki nein venjuleg helgi og stendur hörðustu Eurovision aðdáendum til boða að leggja nokkra daga alveg undir júródýrðina. Eurovision karaoke 3. mars FÁSES startar […]
Mál málanna hjá stjórn FÁSES þessa dagana er aðdáendamiðasalan fyrir aðalkeppni Eurovision í Liverpool 2023! Nú hafa allir FÁSES-liðar sem greiddu félagsgjöld sín ekki seinna en 29. september sl. fengið tölvupóst um fyrirkomulagið en góð vísa er aldrei of oft kveðin svo hér koma helstu atriðin. FÁSES félagar sem hafa áhuga á að kaupa aðdáendamiðapakka […]
Í kvöld blæs FÁSES til Eurovision karaokes á Kiki kl. 18. Hin eina sanna Agatha P. verður kynnir kvöldsins og sér til þess að öll láti ljós sitt skína, hvort sem er í söng, bakröddum eða dansi. Til að öll hafi nægan tíma til að finna sitt karaoke lag í góðum tíma höfum við sett […]
Ellefti aðalfundur FÁSES var haldinn á Ölveri fimmtudaginn 15. september sl. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, svo sem skýrsla stjórnar þar sem farið var yfir það helsta sem stóð upp úr síðasta starfsári og samþykkt ársreiknings. Fjörugar umræður urðu um viðburðahald FÁSES þar sem félagar kölluðu eftir fleiri viðburðum nú þegar COVID takmörkunum hefur […]