Þá er fyrsti æfingadagur í Lissabon runnin upp og fréttaritarar FÁSES.is búnir að koma sér fyrir í blaðamannahöllinni sem er staðsett í Pavilhão De Portugal við hliðina á Altice Arena þar sem aðalkeppnin fer fram. Aserbaídsjan – Aisel syngur X My Heart Aisel frá Aserbaídsjan byrjar lagið X My Heart liggjandi á gólfinu léttklædd í […]
Flokkur: Lissabon 2018
Þegar við skildum við ykkur í síðasta pistli var níundi áratugurinn að líða undir lok. Við höldum nú áfram umfjöllun okkar um sögu Portúgal í Eurovision og tökum upp þráðinn við upphaf tíunda áratugar síðustu aldar. Næntís – hápunktar og lágpunktar Portúgalir eru mjög stoltir af tónlistarhefð sinni og þar ber hæst að nefna Fado tónlistarstílinn. Skriflegar […]
Nú þegar ekki er langt þar til Eurovisiongleðin hefst fyrir alvöru er rétt að glöggva sig á árangri þátttökuþjóðanna í gegnum tíðina. Sérfræðingar FÁSES.is settust niður og greindu til öreinda úrslit allra undankeppna Eurovision frá árinu 2004 til að reyna að varpa ljósi á það hvaða þjóðir ættu mestan séns á að komast í úrslit. Fimm af þjóðunum […]
Sólarvörnin er komin ofan í tösku og ársbirgðir af aloe vera komnar í hús. Við erum á leiðinni til Portúgal. Ferðalagið á Íberíuskagann er rétt handan við hornið og því er ekki úr vegi að rifja upp sögu Portúgala í Eurovision. Portúgal hóf keppni árið 1964 og var því að halda uppá 53 ára afmæli […]
Jii, þetta er bara alveg að fara bresta á, krakkar! Tvær vikur í fyrstu æfingar og allt að gerast. Niðurtalningin yfir keppendur ársins er alveg að verða búin, og nú er komið að næst seinasta pistlinum. Vindum okkur í þetta. San Marínó – Who we are – Jessica feat. Jenifer Brening. Já, San Marínó. Þau […]
Ó já, lömbin mín. Þetta færist óðfluga nær og eins gott að fara að spýta í lófana. Eurovision í Portúgal er rétt handan við hornið og við höldum áfram að kynnast framlögum og keppendum ársins.
Það er ekki allt búið enn. Júróvertíðin er á fúll svíng og nú ætlum við að glugga aðeins í hvað Svartfjallaland, Búlgaría, Hvíta Rússland og Ítalía hafa upp á að bjóða í ár.
Við höldum áfram að fara yfir framlögin í Eurovision 2018. 43 stykki, takk fyrir vesskú. Nú ætlum við að kíkja á Grikkland, Serbíu, Ísrael og Austurríki, en þrjú af þessum fjórum lögum voru valin innbyrðis. Tökum þetta í stafrófsröð af því bara.
Við í FÁSES erum búin að vera á haus við að fylgjast með forkeppnum víðsvegar um Evrópu og dekka það sem hinar þjóðirnar munu bjóða upp á í Lissabon. En það er samt slatti eftir. Mikið hefur verið um innbyrðis val í ár líka, sem og forkeppnir sem við náðum ekki að fylgjast með. Eigi […]
Ef einhver man ennþá eftir litháísku útgáfunni af Míu litlu, sem ráfaði stefnulaust um sviðið í Kænugarði í fyrra og gargaði: „Yeah, yeah!” móðursýkislega á sirka fimm sekúndna fresti, þá legg ég til að þið gleymið henni eins og skot! Það er kominn nýr fógeti í bæinn frá Litháen og hún heitir Ieva Zasimauskaité.
Norðmenn eru mögulega ein öfgafyllsta þjóðin í Eurovisin þegar kemur að flöktandi gengi. Þeir eiga bæði met í að hafa lent oftast í síðasta sæti í keppninni (11 sinnum) og metið yfir flest skipti sem þjóð hefur fengið 0 stig í keppninni (4 sinnum, sem þeir reyndar deila með Austurríkismönnum). En á móti eiga Norðmenn […]
Post Söngvakeppnin depression eða eftirsöngvakeppnisbringsmalaskotta (ESB) eins og það gæti útlagst á hinu ástkæra ylhýra er ekkert grín. Í dag eru Eurovision aðdáendur rétt að byrja að jafna sig á ESB-inu. Eina huggun aðdáendanna í ESB-inu er að rifja upp þessa stórglæsilegu útsendingu sem RÚV stóð fyrir á laugardagskvöldið og frammistöðu allra þeirra frábæru listamanna sem komu fram […]