Við megum til með að segja ykkur frá Eurovision ballinu sem verður á morgun, föstudaginn 1. maí, á Spot í Kópavogi. Þar gefst nefnilega einstakt tækifæri til að sjá okkar upprennandi dívu, Maríu Ólafs, í live action! Ásamt Maríu troða upp Friðrik Dór, DJ MuscleBoy og StopWaitGo. Sannkölluð veisla í boði fyrir Eurovision-unnendur. Facebook viðburður hér.

Read More »

Hún er lítil lognmollan hjá FÁSES liðum þessa dagana og sérstaklega fyrir þá sem stefna á Vínarför í maí. FÁSES skipuleggur tvo viðburði á næstunni sem FÁSES liðar sem eru að fara á Eurovision mega ekki láta framhjá sér fara. Hittingur Vínarfara fyrir Eurovision 8. maí Við ætlum að hóa saman þá FÁSES-félaga sem eru á […]

Read More »

Árlega stendur OGAE International (regnhlífarsamtök OGAE klúbbanna) fyrir kosningu meðal allra aðildarfélaga sinna um að kjósa sigurstranglegasta lagið í Eurovision ár hvert. Hver OGAE klúbbur fyrir sig kýs og skilar niðurstöðum sinnar kosningar til OGAE International. Niðurstaða þessarar könnunar meðal aðdáendanna birtist á veðbönkum víða og eru skeggræddar fram og til baka á hinum ýmsu […]

Read More »

Laugardaginn 11. apríl bauð FÁSES til Júró-stiklna 2015 á Stúdentakjallaranum í annað skipti frá stofnun klúbbsins. Viðburðurinn vakti mikla lukku í fyrra og stjórn FÁSES tók ekki annað í mál en að festa þennan viðburð kirfilega í dagbókinni þetta árið. Þar sem FÁSES er töluvert öðruvísi samsettur en hinn týpíski OGAE aðdáendaklúbbur erlendis og fleira fjölskyldufólki innanborðs […]

Read More »