Næstu viðburðir FÁSES

971402_516323575095576_1477827979_nHún er lítil lognmollan hjá FÁSES liðum þessa dagana og sérstaklega fyrir þá sem stefna á Vínarför í maí. FÁSES skipuleggur tvo viðburði á næstunni sem FÁSES liðar sem eru að fara á Eurovision mega ekki láta framhjá sér fara.

Hittingur Vínarfara fyrir Eurovision 8. maí

Við ætlum að hóa saman þá FÁSES-félaga sem eru á leið til Vínar í maí og hittast á happy hour á Loft hostel kl. 17 8. maí. Hvetjum alla áhugasama til að mæta til að sjá framan í hina sem ætla að fara og spyrja spurninga, jafnt reynslubolta sem þá sem eru að fara í sína fyrstu Eurovision-ferð! Þar verðum við með upplýsingar á takteinum og getum spáð og spekúlerað í keppninni og praktískum ferðaatriðum s.s. samgöngum o.fl. Minnum á hóp Vínarfara á Facebook – endilega líka dragið þá vini ykkar sem ekki eru í FÁSES með en ætla til Vínar 🙂

FÁSES hittingur í Vín 21. maí

Við erum í óðaönn að plana besta fyrirpartý í heimi fyrir undankeppnina sem Ísland tekur þátt í, s.s. á fimmtudeginum 21. maí. Hittingurinn verður á Euro Fan Café kl. 15:30, hægt verður að panta rétti af hópamatseðli fyrir þá svöngu (og fyrirhyggjusömu því að kvöldið framundan er langt) og FÁSES býður upp á drykki fyrir þá sem mæta snemma! Eftir skemmtun og jafnvel nokkur zúmba-dansspor (hver veit?) munum við halda fylktu liði í höllina á keppnina! Hlökkum til að sjá Vínarfara FÁSES og sem flesta Íslendinga á svæðinu!