OGAE BIG POLL 2015

ogaepoll_generic2014winner

Svíar unnu OGAE kosningunni í fyrra.

Árlega stendur OGAE International (regnhlífarsamtök OGAE klúbbanna) fyrir kosningu meðal allra aðildarfélaga sinna um að kjósa sigurstranglegasta lagið í Eurovision ár hvert. Hver OGAE klúbbur fyrir sig kýs og skilar niðurstöðum sinnar kosningar til OGAE International. Niðurstaða þessarar könnunar meðal aðdáendanna birtist á veðbönkum víða og eru skeggræddar fram og til baka á hinum ýmsu fjölmiðlum og bloggsíðum.

Með síðustu FÁSES tilkynningum, sem sendar voru félagsmönnum 9. apríl sl., fylgdu með leiðbeiningar um hvernig FÁSES liðar geti skilað sínum atkvæðum. Hvetjum við alla félagsmenn til að nýta átkvæðið og kjósa sigurstranglegasta lagið sem tekur þátt í Eurovision í Vín 2015. Frestur til að kjósa er til 25. apríl. nk.