Þá eru fréttaritarar FÁSES búnir að koma sér að nýju fyrir í rafrænu blaðamannahöllinni eftir að hafa þurft að smyrja tannhjól atvinnulífsins í gær. Í dag er sjötti æfingadagurinn í Rotterdam og að sjálfsögðu erum við spenntust fyrir annarri æfingu Daða og Gagnamagnsins.
Flokkur: Rotterdam 2021
Eurovision er ákveðin fíkn og á það ekki einungis við um aðdáendur, því keppendur ánetjast oft Eurovision-sviðinu. Á hverju ári má sjá kunnugleg andlit á meðal keppenda og árið í ár er engin undantekning. En hverjir eru góðkunningjar Eurovision ársins 2021? Serbía Hin serbneska Sanja Vučić er einn þriðji af serbneska tríóinu Hurricane. Margir kannast eflaust við hana […]
Upp er runninn fjórði dagur æfinga í Rotterdam þar sem löndin í síðari helming seinni undankeppninnar æfa í fyrsta sinn. Við verðum með beina textalýsingu frá öllu því áhugaverða sem gerist í Rotterdam.
Myndir af fyrstu æfingu Daða og Gagnamagnsins eru ekkert minna en stórkostlegar. Myndir frá eurovision.tv sem Andre Putting tók.
Þá er komið að stóra deginum hjá Daða og Gagnamagninu en fyrsta æfing þeirra í höllinni verður í dag! Við fylgjumst með þriðja degi æfinga í Rotterdam og flytjum ykkur fréttir af gangi mála jafnóðum og þær gerast.
Þrátt fyrir að Júró-Gróa komist hvorki lönd né strönd í ár og sé í hálfgerðri sóttkví heima hjá sér í Garðabænum, þá lætur hún það ekki aftra sér í að fylgjast með slúðrinu. Með hjálp tölvutækninnar getur hún fylgst vel með hvað er að gerast í Eurovision heiminum og er í beinu sambandi við alla […]
Góðan daginn! Litlar hreyfingar urðu á veðbönkum í gær. Það hefði ekki komið á óvart ef Rússland hefði færst ofar og Svíþjóð neðar. En staðan er nokkuð óbreytt. Sjáum svo hvað dagurinn í dag hefur í för með sér. Þessi grein verður uppfærð í dag eftir því sem blaðamannfundum framvindur. Fyrst á blaðamannafund á þessum […]
Veislan er hafin og fréttaritarar FÁSES fylgjast grannt með gangi mála á öðrum degi æfinga í Ahoy höllinni í Rotterdam. Smelltu á hlekkinn til að fylgjast með í beinni.
Síðust á blaðamannafundi í dag er Lesley Roy frá Írlandi. Maps-atriðið er sviðsett í skógi og er talsvert tæknilegt. Þau höfðu fólkið heima í huga við sviðsetninguna og er atriðið búið til fyrir sjónvarp. Eins og það geti snert atriðið og var líka lögð áhersla á að það væri öðruvísi. Hún var nokkuð ánægð […]
Fréttaritarar FÁSES voru með puttann á púlsinum á fyrsta degi æfinga í Rotterdam 8. maí 2021. Smellið á hlekkinn til að sjá dýrðina.
Síðustu ár hafa Eurovision aðdáendur verið látnir bíða með öndina í hálsinum varðandi val Rússa á framlagi þeirra. Árið í ár var engin undantekning og náðu Rússarnir meira að segja að hækka spennustigið meira en vanalega. Margir aðdáendur óskuðu eftir því að hljómsveitin Little Big, sem átti að keppa fyrir hönd Rússlands í fyrra með lagið […]
Glæstar Eurovisionvonir voru bundnar við hina búlgörsku Victoriu í fyrra og söngkonan var í efstu sætum veðbanka, ásamt Íslandi og Litháen, áður en keppninni var aflýst í fyrra. Þá ætlaði að Victoria að flytja framlagið “Tears Getting Sober” og júróaðdáendur voru agalega spenntir að þjóð sem aldrei hefði unnið Eurovision ætti séns (fyrir utan að […]