Annar dagur blaðamannafunda í Rotterdam


Góðan daginn!

Litlar hreyfingar urðu á veðbönkum í gær. Það hefði ekki komið á óvart ef Rússland hefði færst ofar og Svíþjóð neðar. En staðan er nokkuð óbreytt. Sjáum svo hvað dagurinn í dag hefur í för með sér. Þessi grein verður uppfærð í dag eftir því sem blaðamannfundum framvindur.

Fyrst á blaðamannafund á þessum sunnudagsmorgni á eftir fyrstu æfingu er hin kýpverska Elena Tsarinou. Hún er fyrst spurð út í kjólinn. Hann var sex mánuði í vinnslu. Hún kynnti þau fjögur sem voru með henni, höfundar, dansari, og fararstjóri hópsins. Elenu fannst góð tilfinning  að vera á sviðinu. Það komu reyndar upp smá vandamál. Hún missti sendinn og einn dansari rak sig í. En allt gekk þetta nú upp samt og allir ómeiddir. En þess vegna er æft sagði svo einhver úr hópnum. Síðar er hún spurð út í hvort henni finnst þetta erfitt. Allt sem hún hefur gert á sviði hjálpar. Henni finnst auðveldara að gera þetta eftir því sem hún eldist og fær meiri reynslu. Núna nýtur þess betur og segist algjörlega tilbúin í þetta. Þau vilja að allt gangi upp og trúa því að svo verði. Elena hlakkar til að flytja lagið fyrir framan áhorfendur og finna straumana úr salnum. Það verður geggjað! Ekki síður finnst henni mikilvægt að vita til þess að hún er fulltrúi þjóðar sinnar og vill vera þjóðinni til sóma. Hún er svo spurð út í það hvort það sé pressa á henni, Kýpur varð í 2. sæti 2018 með svipað atriði. Hún segir svo ekki vera, en aðalatriðið er að skemmta sér og njóta. Hún er einnig spurð hvort Eleni Foureira sem varð í örðu sæti hafi verið í sambandi við hana. Elena segist hafa fengið skilaboð frá henni þar sem hún óskaði henni góðs gengis og hún sé þakklát fyrir það. Þau byrjuðu að vinna í atriðinu um miðjan janúar og hafa verið stanslausar æfingar síðan þá auk myndbandagerðar. Það var ekki einu sinni páskafrí. Elena lagði mikið á sig. Vissulega breyttist eitthvað í ferlinu, en þau eru ánægð með árangurinn. Bandarískur blaðamaður talar um sterka sósu þar í landi sem heitir El Diablo, vitnar í texann og finnst lagið geta verið um hana. Textahöfundurinn segir að sér finnst bara gaman að fólk finni aðra fleti á laginu og textanum. Hún er spurð út í  fjölskyldu og vini sem hún segir nú þegar byrjuð með Eurovision partý. Elena hefur aðeins unnið í sjónvarpi og er spurð út í það. Segist fyrst og fremst vera söngkona. Svo söng hún smá brot úr El Diablo í lokin.

Elena Tsagrinou, Cyprus, First Rehearsal, Rotterdam Ahoy, 9 May 2021

Næstur á fund er hinn norski TIX eða Andreas Haukeland eins og hann heitir í raun. Hann er ánægður bara að mæta í salinn og segist ekki hafa séð svona marga mjög lengi. Hann er spurður út í tilfinninguna að vera mættur á Eurovision og segir hana ógnvekjandi og er spyrillinn hissa, enda hefur enginn annar orðað það þannig. Tix greindist snemma með Tourette. Fólk fór bara að kalla hann Tix svo hann fór bara að nota það sem listamannsnafn. Einkennin verða minna áberandi þegar hann er að gera tónlist. Hann segist líka sjá og finna tónlist öðruvísi en aðrir. Þannig er þetta bæði hans stærsti galli verður hans helsti kostur. Hann er spurður hvernig hann slaki á. Hann gerir það bara alls ekki þessa dagana. Hefur ekki sofið almennilega síðan í október. Það er svo mikið í gangi í hausnum á honum. Hann er með svo mikla ástríðu. En tónlist er tæki fyrir hann til að fá hann til að líða betur. Hann talaði um það í Noregi að honum liði eins og ljóta andarunganum og hann er núna að breytast í fallegan svan. Honum finnst skilaboðin hans mikilvæg. Hann telur sig koma til með að hafa áhrif á fólk og hafi gert það nú þegar. Allir hafa einhvern tímann lent í einhvers konar einelti. Að við erum ekki fullkomin gerir okkur einmitt mikils virði. Margir hafa sent honum skilaboð og talað um að hann hafi hjálpað þeim sjálfum, vinum þeirra eða börnum. Það skiptir hann máli að vera fulltrúi þjóðar sinnar og það var eitthvað sem hann átti aldrei von á. Hann var í raun ekki tilbúinn í þetta en hann er virkilega að reyna sitt besta. Spurður út í klikkaðasta búninginn, það er þessi á sviðinu hingað til allavega. Annars þá bara þegar hann er nakinn. Hann segist reyna að aðskilja TIX og Andreas. Núna tekur TIX mikið pláss. Búinn að ströggla mikið og telur mikilvægt að þekkja eigin verðleika. Hann er svo spurður út í dressið. Enginn lítur svona út í Noregi nema kannski nokkrir pólitíkusar segir hann. Tix samdi og framleiddi lagið. Kom því ekki strax í orð. Tók það upp og sá hvað kom út. En melódían var það sem hann byrjaði með. Melódían lýsir djúpum tilfinningum hans. Það var annars áberandi að þetta viðtal var öðruvísi en hin. Hann var mjög hreinskilinn (enda Hrútur) og lítið um kurteisishjal án þess þó að það væri nokkuð um hroka eða þess háttar.

TIX, Norway, First Rehearsal, Rotterdam Ahoy, 9 May 2021

Þá er komið að Albinu frá Króatíu. Fundurinn byrjar á hálfgerði tískusýningu. Albina er í neongrænum glitrandi samfesting og í skósíðri, bleikri kápu utanyfir. Hún kom með marga búninga með sér til Rotterdam. Hún notar þetta tækifæri til að skína og um að gera að vera í flottum fötum við öll tækifæri. Það að vera komin til Rotterdam reyndist henni svo eðililegt. Hún átti von á því að það væri meiri pressa og hún væri taugaóstyrkari. Hún var hæstánægð með æfinguna. Stolt af teyminu og sér sjálfri. Hún hafði lítið sjálfálit fyrir einhverjum mánuðum en það hefur vaxið. Fyrst vildi hún bara komast áfram en nú hefur hún háleitari markmið. Það er vissulega erfitt að syngja og dansa á sama tíma, smá tæknileg vandamál en það gekk samt mjög vel. Þau nota ekki aðalsviðið, nota ganginn í staðinn og finnst það flott trikk. Það gerir atriðið öðruvisi. Þau eru hærra uppi. Hlakkar til næstu æfingar. Albina hefur tekið þátt í The Voice og segir þetta allt öðruvísi, þótt bæði séu keppni. Hún er ekki keppnismanneskja og vill bara deila hæfileikum sínum með öðrum. Albina er nógu ánægð með að komast á Eurovision hvað þá að keppa. En núna er allur heimurinn að horfa, sérstaklega þegar allt hefur verið bannað. Vanna sem keppti fyrir Króatíu fyrir 20 árum með lagið Strings of my Heart var þjálfarinn hennar í The Voice. Skilaboðin frá henni voru: Njóttu og ekki vera að hugsa um smáhluti, veðbanka eða athugasemdir. Doris Dragovic gaf henni líka góð ráð. Doris hefur keppt tvisvar í Eurovision og er einmitt Maria Magdalena hennar uppáhalds lag Albinu frá Króatíu. Aðspurð um búninginn á sviðinu var lögð áhersla á karakterinn Albinu, orku og útgeislun. Einnig á kvenleikann og línurnar hennar, mjaðmir og leggi. Henni líður vel í búningnum og segir hann ekki óþægilegan og ekki of þungan. Albina var með rauðan augnblýant í Dora, undankeppninni í Króatíu en enn er verið að ákveða þetta og núna á fundinum var með þrjá liti, svartan, bleikan og grænan. Albina er greinilega að reyna að koma tískubylgju af stað! Henni finnst frábært að vera mætt til Rotterdam, allt sé vel skipulagt og allir almennilegir. Veðrið sé reyndar ekkert spes og hún grínast svo með það þar sem Holland má kjósa hana í undanriðlinum. Albina er mikill Eurovisionaðdáandi og búin að hlusta mikið á lögin í ár. Euphoria er hennar uppáhalds Eurovision lag og hún endaði á að syngja smá bút úr því.

Albina, Croatia, First Rehearsal, Rotterdam Ahoy, 9 May 2021

Næst á dagskrá er belgíska tríóið Hooverphonic. Tríóið skipa Alex Callier, Geike Arnaert og Raymond Geerts. Tríóið var stofnað árið 1995. Geike hætti í bandinu árið 2008 en gekk til liðs við félaga sína aftur í ár. Það var önnur söngkona sem söng lag Hooverphonic í fyrra. Þau eru glöð með að vera komin saman aftur og voru ánægð með fyrstu æfinguna. Hljóðið var næstum fullkomið og þau leggja meiri áherslu á tónlistina en sviðsetninguna, sem gekk samt líka vel. Hooverphonic vildu gera draumaveröld þar sem allt er mögulegt og ákváðu að skrifa um öðruvísi hluti. Lagið fjallar semsagt um hin svokalla næsta dag eftir gott partý og skyndikynni. Það er vissulega sett í skuggalegan búning, en það er líka húmor með. Fleiri möguleg umfjöllunarefni komu til greina en þetta var niðurstaðan. Söngkonan er inná milli sem er kannski rangur staður svona miðað við venjulegt atriði. Í bakrunni er sýnt úr þöglu myndunum sem varð að þessum svarthvíta grunni sem þau unnu með.  Þegar kom að því að þeim var boðið að vera aftur með í Eurovision sögðu þau já því rétta lagið var þá þegar til. Hugurinn þarf að vera frjáls og ekki er hægt að semja svona lag undir pressu. Þau voru svo spurð út í nýju plötuna Nine Stories sem The Wrong Place er á. Það lag er öðruvísi en hin og líka öðruvísi Eurovisionlag, samanber umfjöllunarefnið. En þetta passaði einhvern veginn. Spurð nánar út í textann, eins og línuna: Don’t you еver dare to wear my Johnny Cash t-shirt þá sögðust þau hafa heyrt lag með Johnny í hádegishléinu í upptökum og þannig fengið hugmyndina. Þau eru aðdáendur hans en hlusta líka talsvert á nýja, evrópska tónlist. Alex er úr franska hluta Belgíu og Geike úr þeim flæmska, en það er sjaldgæft að það sé þannig frá Belgíu. Þau eru trúlega elstu þátttakendurnir í ár. Raymond er þeirra elstur, fæddur árið 1959 og talar um að hann muni eftir Eurovision síðan 1966. Honum finnst frábært að vera orðinn hluti af því núna. Hooverphonic vilja helst frá sinfoníuhljómsveitina aftur. Þau munu reyna hrífa fólk með sér en hafa fæturna á jörðinni. Þau segja að það sé pressa að komast i úrslitin, en þau ætla bara að gera sitt bersta og vera þau sjálf, njóta þess. Þau vilja auðvitað komast áfram en hugsa ekki of mikið um að þetta sé keppni.

Hooverphonic, Belgium, First Rehearsal, Rotterdam Ahoy, 9 May 2021

Þá er komið að Eden frá Ísrael, sem kom með aðstoðarmenn með sér sem hún kynnir. Hún er hreinskilin og segist öruggari eftir fyrstu æfinguna. Veit samt að hún þarf að bæta sig, þá sérstaklega raddlega. Talar hún um að fyrirmyndir hennar sönglega séð séu Beyoncé og Rihanna. Nefnir hún að aðeins þarf að vinna í hreyfingum líka, en fyrst og fremst er það söngurinn. Eden er beðin um að syngja hæstu nótuna, en hún þarf að spara það og getur ekki orðið við því. Hún virkar líka pínu kvefuð í röddinni. Set me free fjallar um aðstæður, fólk og hvað sem er sem fólk þarf að sleppa frá. Lagið snýst um að fá þrjár mínútur í frelsi, dansa og syngja áhyggjulaus. Eden var í ballet áður en söngurinn tók við, en það atvikaðist þannig að einn balletþjálfari heyrði í henni syngja. Þá var hún um það bil 12 ára. Þjálfarinn hvatti hana til læra söng og þá komst hún að því að hún er betri söngkona en dansari. Þegar hún var sirka 14-15 ára hætti hún í alveg ballet, söngurinn var farinn að taka allan hennar tíma. Hvað varðar að passa röddina segist hún drekka heitt vatn með nokkrum eucalyptus dropum út í, sem hjálpar til að ná háu nótunni. Hún er spurð út í muninn á Set Me Free og Feker Libi sem hún söng í fyrra. Það seinna er á fimm tungumálum, en lagið í ár aðeins á ensku. Svarar hún að Set Me Free snúist meira um sönginn. Hún er spurð um valið á laginu. Dómnefnd og ísraelskir áhorfendur völdu úr innsendum lögum, en Eden söng aðeins þrjú lög sem valið var úr í lokin og einbeitti sér því bara að þeim lögum. Lítur hún þannig á að hún sé að koma fram fyrir Ísrael, ekki að hún sé sjálf að koma fram. Hún er spurð út hár-kórununa eða skrautið sem kemur í atriðinu í lokin. Eden vildi sýna allt og segist tjá sig líka með því og eins fötunum, en hún er í tveimur dressum í atriðinu. Í lokin fer Eden að reyna við spyrilinn, Koos van Plateringen, og vill fá einkafund með honum. Hann verður frekar vandræðalegur og átti trúlega ekki vona á þessu. Segir að sjálfsögðu að því verði ekki við komið.

Eden Alene, Israel, First Rehearsal, Rotterdam Ahoy, 9 May 2021

Næst er það Roxen frá Rúmeníu. Það er áberandi að hvað það eru fáir blaðamenn í salnum núna. Strax er vitnað í lagið, en hún er ekki ein og hún kynnir þá sem eru með henni. Segist vera búin að bíða eftir þessu lengi, æskudraumur að standa á Eurovision sviðinu. Hún segist næstum hafa farið að gráta, tilfinningarnar báru hana næstum ofurliði, enda virtist hún andstutt í atriðinu. Fyrsta alvöru Eurovision minningin var af Loreen sem henni finnst æðisleg. Aðspurð hverjir veiti henni innblástur, segir hún að það sé fólkið sem hún þekkir og vill hún sjálf veita innblástur og kraft til þeirra sem þjást. Lagið fjallar um það þegar þú gleymir að hugsa um sjálfa(n) þig. Spurð hvort hún vilji vinna, já auðvitað eins og hinir. En hún vill ekki síður skapa ógleymanlegt atriði. Einhverjar smávægilegar breytingar verða gerðar, en ekki miklar. Nefnir hún að fötin sem hún var í á æfingu dagsins séu þau föt sem hún verður í á undankvöldinu. En hún segist hafa mjög fjölbreyttan fatastíl og er spurð nánar út í það. Segir að það fari eftir skapinu á hverjum tíma. Hún á marga ketti sem mamma hennar sér um núna og fannst henni erfitt að fara frá þeim. Roxen gerði lag með Alexander Rybak, en hefur ekki hitt hann ennþá, en hrósar honum mikið. Hann hvatti hana áfram fyrir þetta verkefni og sagði henni að njóta stundarinnar. Telur að þau verði mögnuð í beinu útsendingunni og hún treystir svo vel fólkinu sem er með henni. Hún ætlar núna að fara upp á hótel og hvíla sig því það er mikilvægt.

Þá er það Efendi frá Azerbaijan. Hún kemur í appelsínum samfesting og er svo með þjóðfánann utan um sig. Talar um að hún sé að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar. Hún talar ekki mikla ensku, er með túlk svo allt tekur lengri tíma. Efendi hafði fimm sinnum tekið þátt í undankeppninni í Azerbaijan áður en hún var loks valin sem fulltrúi landsins í fyrra. Hennar skilaboð til fólks er því að hafa trú á sér og að gefast ekki upp. Einnig eru í laginu þessi skilaboð tengd Mata Hari. Hún var ekki mikils metin á sínum tíma en er það í dag. Svo er umræða um að Mata Hari sé hollensk og eins einn framleiðandi lagsins, þannig tengist þetta allt. Efendi upplifir sig nú sem sterka konu og vonar að hún veiti öðrum konum innblástur. Í fyrra var ákveðið að hafa þjóðleg hljóðfæri í laginu og það sama gert í ár enda kom það vel út. Það kemur svo í ljós að Efendi á kökubakarí og er spurð hvort hún hafi búið til Eurovisionköku. Hún er ekki búin að þvi en finnst það frábær hugmynd. Reyndar hafi hún passað vel upp á mataræðið undanfarið og ekki borðað kökur í 6 mánuði. Er svo spurð út í annan undirbúning og þá talar hún fyrst og fremst um raddæfingar. Svo er hún spurð út í Eldar sem vann Eurovison fyrir 10 árum síðan. Þau eru góðir vinir, hann hvatti hana áfram og hún er þakklát fyrir vináttu hans.

Efendi, Azerbaijan, First Rehearsal, Rotterdam Ahoy, 9 May 2021

Næstsíðust í dag er Go-A hópurinn frá Úkraínu. Hópinn skipa Kateryna Pavlenko sem fer fyrir þeim, Taras Shevchenko, Ihor Didenchuk og Ivan Hryhoriak. Þeim líður frábærlega, adrenalínið flæðir. Þau vildu helst vera á sviðinu í mörg ár, alveg magnað. Allt gekk líka mjög vel á æfingunni. Lagið sjálft er byggt á gamalli úrkaínskri hefð, en er einnig innblásið af nútímadansi og tónlist. Farið er frá gamla tímanum yfir í nýja. Smávegis breytingar eru framundan á atriðinu, en aðallega tæknilegar. Þau eru spurð út í tungumálaval og segjast þau vilja syngja á úkraínsku af því þau elska landið sitt og tungumálið sitt. Vilja líka sýna menninguna þaðan. Þau eru spurð hvað titillinn Shum þýðir. Það þýðir skógarandi (forest spirit) en bein þýðing er samt hávaði. Það má því segja: Hávaði í skógaranda. Svo er spurt út í hljóðfærin. Þau koma frá Úkraínu og eitt reynist líkt áströlsku hljóðfæri. Fyrir þeim snýst lífið um tónlist og þeim finnst gaman að ferðast og lesa bækur meðal annars til að slaka á. Þá er það klassíska spurningin um besta Eurovisionlagið og er enn og aftur Euphoria nefnd en einnig Dancing Lasha Tumbai. Svo eru þau spurð út í innblástur. Það getur verið allt. Fólk sem þau kynnast og tala við. Náttúran, fuglasöngur, bókalestur, tónlist annarra, bara allt mögulegt. Þegar spurt er út í lagasmíðarnar segja Go_A að þær komi bara af sjálfum sér. Þau reyni að vera þau sjálf og engin uppskrift er í upphafi, bara það sem þeim finnst vera rétt. Þau hafa hitt Jamölu en hún var í dómnefndinni sem valdi lagið. Hún óskaði þeim góðs gengis og gaf ráð varðandi raddbeitingu. Að lokum söng Kateryna  brot úr Solovey, laginu þeirra í fyrra.

Go_A, Ukraine, First Rehearsal, Rotterdam Ahoy, 9 May 2021

Síðust í dag er Destiny frá Möltu. Hún var efst í veðbönkum fyrir daginn í dag en er dottin niður í annað sætið. Barbara frá Frakklandi er efst núna, seinnipart sunnudags. En að öðru leyti eru ekki stórar sviptingar í veðbönkum. Kynnirinn nefnir að Destiny hafi unnið Junior Eurovision árið 2015 en hún hafi einnig verið í fleiri söngkeppnum. Destinu er fyrst spurð út í líðanina og segist hún vera fegin og hamingjusöm og að öll erfiðisvinnan hafi borgað sig. Það sé alveg magnað að komast loksins á sviðið. Ennþá á eftir að breyta einhverju, tæknilegum atriðum, lýsingu og fleiru. Hún lýsir þessu sem svipaðri tilfinningu og þegar hún keppti í Junior Eurovision. Áður en hún fer á svið drekkur hún vatn og biðst fyrir. Hún er spurð úti fötin og segist hún vera mjög glöð með dressið og finnst það koma því til skila að henni líði vel eigin skinni. Mikilvægt sé að ungt fólk segi þetta við sjálfan sig og segist hún sjálf hvetja sig áfram. Svo er hún spurð hvað hún myndi segja við sig fyrir 6 árum. Hún svarar að hún ætti að trúa meira á sjálfa sig og hvetja sjálfa sig til að líða vel í eigin skinni. Mæðradagurinn ber á góma og hún óskar öllum mömmum til hamingju með daginn og þakkar fyrir þeirra verk. Destiny segist ekki fylgjast með veðbönkum. Hún sé bara að einbeita sér að sjálfri sér og æfingunum. Hún hefur lengi fylgst með Eurovision, en Mahmood er í sérstöku uppáhaldi og myndi hún vilja vinna með honum. Utan Eurovision eru Lizzo, Beyoncé og Aretha Franklin hennar helstu fyrirmyndir. Er Destiny beðin um að syngja smá á móðurmáli sínu maltnesku, sem hún gerir með glæsibrag. Destiny er spurð hver eigi eftir vinna ef hún vinni ekki. Hún segist ekki geta dæmt um það. Allir séu einstakir.