Fyrsti dagur blaðamannafunda


 

Síðust á blaðamannafundi í dag er Lesley Roy frá Írlandi. Maps-atriðið er sviðsett í skógi og er talsvert tæknilegt. Þau höfðu fólkið heima í huga við sviðsetninguna og er atriðið búið til fyrir sjónvarp. Eins og það geti snert atriðið og var líka lögð áhersla á að það væri öðruvísi. Hún var nokkuð ánægð með æfinguna þótt enn eigi eftir að slípa til tæknileg atriði, eins raddir og hreyfingar. En Lesley fannst það vera eðlilegt miðað við fyrstu æfingu. Atriðið er náttúrlegt, gerist í skógi, mikið er um græna litinn sem vísar líka í Írland og henni fannst við hæfi að vera berfætt. Henni leist líka strax vel á söguhugmyndina. Þá er hún spurð út í teningu við Bandaríkin, en konan hennar bandarísk. Þær hafa haft Eurovision partý síðustu ár og skemmt sér vel. Einnig er hún spurð út í fyrstu Eurovision minninguna, en það eru raun gullár Írlands og minnistæðast að Írland var alltaf að vinna. Lesley slasaðist við gerð myndbandsins en er búin að ná sér núna. Aðspurð hvernig er að vera komin loksins eftir nærri tveggja ára undirbúning segist Lesley hafa liðið eins og hún sé búin að vera sofandi, en þetta sé mjög spennandi og hún er hamingjusöm. Svo er hún spurð meira út í það að vera berfætt og hvort hún telji það lukku, nokkrir fyrrum sigurvegarar hafa verið berfættir. Já hún heldur það og þetta var líka meðvituð ákvörðun út frá því. Segist svo líklega verða með grænar neglur á sviðinu. Lesley er spurð um muninn á Story of my Life og Maps. Bæði lögin eru jákvæð popplög, lög sem láta manni líða vel. Hún samdi bæði lögin með öðrum. Það tók ekki langan tíma að semja Maps þegar hugmyndin kom loksins. Það lag er líka persónulegra. Enn hefur hún ekki hitt neinn keppanda í eigin persónu en hefur séð James Newman og Vasil í fjarlægð. Lesley segist ekki hafa hitt Johnny Logan, en allir írsku sigurverarnir styðja hana og hafa sýnt það í verki.

Lesley Roy, First Rehearsal, Ireland, Rotterdam Ahoy, 8 May 2021

Þá er komið að Vaslil frá Norður-Makedóníu. Hann fer varlega í þessu ástandi og tekur ekki niður grímuna fyrr en  þáttastjórnandinn leyfir. Hann er fyrst spurður út í lagið. Það er persónulegt, um lífið og það sem maður áorkar; hér stend ég og er stoltur af því sem ég hef gert. Láttu ekki fólk draga þig niður. Vasil var í bakröddum hjá Tamöru Todevska í laginu Proud árið 2019 sem vann dómnefndaratkvæðin. Vasil segist lifa í núinu, hann er stoltur af því sem gerðist 2019 og er glaður að hafa þá reynslu. En þetta er samt sérstakara. Lagið er tæknilega erfitt í söng þar sem það hækkar smám saman, mjög mjög hægt. Hann segir lykllinn að drekka nóg vatn. Verið er að prófa speglana í atriðinu og röddina. Segist vera að spara sig, enda fannst það á æfingunni. Hann er spurður hvort ópera eða popp sé mikilvægara. Röddin er frjálsari í poppinu segir hann, en hann lærði margt af óperunni sem hann starfaði við í 13 ár. Hann var spurður hvort Tamara hafi ráðlagt honum eitthvað. Það vildi svo til að hún var síðasta manneskjan sem hringdi í hann fyrir flugið. “Njóttu og andaðu því þetta líður svo fljótt” voru skilaboðin. Svo er spurt meira um speglana. Spegillinn er bæði þinn besti vinur og mesti óvinur. Óöryggið kemur í ljós og þú sérð það vonda sem kemur frá þér. En þú notar spegilinn til að breyta því sem þarf að breyta og breyta mykri í ljós. Hann er spurður út í húðflúrin sín. Hvaða segir hann og hlær, er greinilega með fleiri en þessi á handleggjunum sem sjást. Þau tattoo eru jin og jang, eins og sést þegar hann setur hendurnar saman. Þetta eru rendur semsagt. Og í fjarlægð sést píanó sem táknar auðvitað tónlist. Hanns segist reyna að vera rólegur og láta ekki tilfinningarnar ráða. En þetta er fín lína. Finna þetta jafnvægi. Vasil fór út að hlaupa í morgun, sá þá smá af Rotterdam en hefur komið til Amsterdam áður. Búiningurinn verður með sama þema og sviðsetningin, að breyta myrkri í ljós.  Enda fær hann blik í auga við að tala um þetta. Hann segir það æskudraum að standa á Eurovision sviðinu. Þegar hann stóð á sviðinu 2019 tók hann ákvörðun um að fara einhvern tímann sem aðalrödd og láta drauminn rætast. Aðspurður um að lagið sé Disney lag er hann stoltur af þeirri líkingu því hann sé hrifinn af Disney tónlist.

Vasil, First Rehearsal, North Macedonia, Rotterdam Ahoy, 8 May 2021

 

Næstur var Tusse Chiza frá Svíþjóð. Hann var hress á því og byrjaði á að syngja og dansa. Eins og manni fannst hann ekki ná að geisla á æfingunni, þá kom það þarna. Tusse segir að þetta hafi verið mikið ferðalag og geggjað að vera mættur. Hann vitnaði í Fire Saga myndina, spurði spyrilinn hvort hann hafi ekki séð hana. Sagði að sé hafi liðið eins og Lars og Sigrid þegar hann kom á stóra sviðið. Alveg svona VÁ-stund (WOW-moment). Hann er spurður út í skartgripina sem hann segir að haldi sér á jörðinni en þeir eru 5 kg. Tusse hefur talað um að við eigum að einblína á það sem við eigum meira sameiginlegt frekar en það sem er ólíkt með okkur. Hann er spurður hvort það sé pressa á honum þar sem hann kemur frá farsælu Eurovisionlandi.  Já það er pressa og hann lítur upp til stjarna eins og Måns og Loreen. Lotta sem er með Tusse á fundinum og er farastjóri sænska hópsins talar um að þau séu stolt af Tusse. Þau tala svo um að þetta líði hratt og mikilvægi þess að njóta augnabliksins. Tusse vill hafa áhrif á alla. Sérstaklega vill hann hvetja þá sem þeir finnst þeir vera einir. Tusse hóf ferilinn í Idol keppninni sem var góður skóli og margir þaðan eru með honum hér. Örlitlar breytingar hafa verið gerðar á atriðinu síðan í Melodifestivalen, aðallega er það af því sviðið er öðruvísi í laginu og fleiri tökur beint fram. Þetta svið er líka stærra. Varðandi það að flytja lagið núna fyrir framan áhorfendur segir hann að það verði persónulegra að geta flutt lagið fyrir framan fólk, en það tekur líka meira á taugarnar. En þá fær maður líka orku. Annars segist hann alltaf taugaóstyrkur þegar hann fer á svið og kannski var það málið í dag. Tusse er 19 ára og því enn í skóla. Hann segir erfitt að ná þessu öllu saman, er á eftir með námsverkefni. En Svíarnir skipuleggja allt vel og hann fær tíma til að læra inn á milli. Hann segir menntun mikilvæga og hann stefnir á að útskrifast.

Tusse, Sweden, First Rehearsal, Rotterdam Ahoy, 8 May 2021

 

Manizha frá Rússland var næst í settið. Mætti með fullt af fólki, mun fleiri en hjá hinum. Allir voru kynntir. Hún var eðilega fyrst spurð út í kjólinn, enda er hann strax farinn að vekja umtal og talað um hann sem eitt af táknum þessarar keppni. Hann sýnir birtingamyndir rússneskra kvenna. Hann er úr kjólum rússneskra kvenna sem sendu þeim efni. Rauði samfestingurinn sem hún var í er til að vera í á æfingum, en Manizha sagði hann svipaðan þeim sem hún verður í við útsendinguna. Samfestingurinn á að tákna vinnandi rússneskar konur, enda er lagið um valdeflingu kvenna. Manizha, mamma hennar og systir eru flóttamenn frá Téténíu. Hún er svo stolt og glöð að vera mætt í Eurovision með þessi skilaboð. Hún er eðlilega ekki búin að sjá mikið af Rotterdam, en segir hana fallega borg. Svo kom þakkarræða frá öðrum meðlimi hópsins þar sem skipuleggjendum í Rotterdam var hrósað í hástert. Manizha getur varla lýst gleði sinni með að hafa nú þegar veitt svona mörgum konum innblástur. Hún er þakklát, á varla orð og getur ekki beðið eftir að gera meiri tónlist. Hún er sjálfstæður tónlistarmaður en segir hópinn sem er með henni rétta fólkið til að vinna með, öll mjög hæfileikarík. Þau eigi líka margt sameiginlegt. Diva er uppáhalds Eurovisionlagið hennar, hún var lítil stelpa þegar það vann. Hún var mjög hrifin af Dönu. Svo eru t.A.T.u. líka í uppáhaldi.

Manizha, Russia, First Rehearsal, Rotterdam Ahoy, 8 May 2021

 

Önnur í röðinni er Ana Soklic frá Slóveníu. Gospel er hennar ástríða. Þannig kemst maður inn í ljósið segir hún. Ana er með þennan Los-Angeles hljóm í röddinni sem mörgum finnst svo flottur og verður einhvers konar soul-gospel hljómur. Hún sagði heiður að vera mætt. Síðasta ár er auðvitað búið að vera undarlegt. Allir hlakka eflaust til að koma fram fyrir framan einhverja áhorfendur. Hún var spurð út í innblásturinn fyrir lagið og sagði það lífið sjálft. Hún hitti ekki aðra sem komu að laginu, það var tekið upp en þau hittust ekki. En allt gekk vel og á þessum tímum kemur í ljós hvað sambönd og samvinna eru mikilvæg. Ana hefur lengi horft á Eurovision. Bróðir hennar er mikill aðdáandi keppninnar. Hann á alla diskana og þekkir alla listamennina. Hann er auðvitað mjög stoltur af systur sinni núna. Ana var spurð úti í tungumálin. Henni finnst mikilvægt að syngja á móðurmálinu, því það er hennar aðal tungumál. En hljómurinn kemur auðveldar og betur út á ensku og boðskapurinn kemst til skila til fleiri. Hún treystir sér ekki til að gera upp á milli Voda sem er lagið hennar í fyrra og Amen, lagsins í ár. Svo var hún spurð út í uppáhaldskafla lagsins. Hann er í lokin þar sem það lítur út fyrir að himnanir opnast og það er svo fallegt. Ana tók svo brot úr Amen í lokin.

Ana Soklič from Slovenia on stage for the first time

Litháíski hópurinn the Roop var fyrstur á svið og þar af leiðandi fyrstur á blaðamannafund. Þau komu til Rotterdam í gærkvöldi og vöknuðu 6:30 í morgun. Voru samt ótrúlega ferskir. Aðalsöngvarinn Vaidotas Valiukevičius og Mantas Baniauskas sátu aðallega fyrir svörum. Þeir höfðu enn ekkert séð af Rotterdam.Guli liturinn er áberandi, bæði hjá þeim og eins heima í Litháen þeim til stuðnings. Þeir eru spurðir út í fingrahreyfingar í atriðinu Fingraheyrfingin kemur frá því í æsku. Einhver byrjaði og komst að því að það væru ekki allir sem gætu þetta. Þeir voru spurðir hverjir væru stoltastir af þeim núna. Trúlega væru foreldrar og svo makar. Voru glaðir með að vera fyrstir því þeir vilja vera númer eitt. Það var ekki auðvelt að ákveða að koma aftur. Þeir ákváðu fyrst að athuga hvort það kæmi rétt lag. Svo kom það og þeir ákváðu í nóvember að vera með í undankeppninni. Stærstu rökin eru að þeir eru ekki eins smells undur hjómsveit heldur vilja vera eins og stórstjörnur sem eiga marga smelli. The Roop vitnuðu svo í eigið lag “I feel the rhythm”. Vaidotas söng svo brot úr On Fire sem er lagið sem var valið til að taka þátt í Eurovision 2020.

Enn og aftur erum fordæmalausar aðstæður. Fáir blaðamenn eru í höllinni sjálfri en yfir þúsund manns fylgjast með á netinu. Blaðamennirnir Hila Koos, Rutger Vink og Samya stjórna blaðamannafundunum og spjalla sjálf við keppendur en síðan koma einnig spurningar frá þeim sem eru að fylgjast með á netinu.