Fyrsta æfing Gretu á sviði Fyrsta æfing Gretu Salóme á stóra sviðinu í Globen fór fram í dag. Eins og Eurovision aðdáendur vita eflaust kom fram í Alla leið þætti RÚV að nota ætti nýja tækni fyrir atriðið á Globen sviðinu. Eftir æfinguna í dag er ljóst að sú er ekki raunin heldur hefur atriðið […]
Flokkur: Eurovision
Eurovision dagatal grúppíunnar hefur runnið smurt í gegn síðustu mánuði. Síðasta vetur hófust undankeppnir í hverju landinu á fætur öðru og voru þær 25 talsins þar til yfir lauk. Lögin sem valin voru innbyrðis hjá ríkissjónvarpsstöðvunum týndust líka inn en skila þurfti lögunum fullkláruðum til Stokkhólms þann 14. mars. Þau voru ansi mörg vongóðu söngvakeppnislögin […]
Eurovision er eins og Pringles, ‘einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt’, og eru keppendur þar engu undanskildir. Í ár er Pringles-ið einstaklega lystugt þar sem metfjöldi er af keppendum sem hafa ákveðið að endurnýja kynni sín við Eurovision-sviðið. Bosnía og Hersegóvína mætir til leiks eftir 3 ára hlé og finna má fyrsta góðkunningja okkar í […]
Flosi okkar settist niður með Jonathan Duffy leikara og grínasta með meiru til að ræða aðkomu hans að Eurovision atriði Íslendinga í ár. Jonathan er frá Melbourne í Ástralíu en rak á fjörur Íslands í september á síðasta ári. Hann kynntist Páli Óskari og vann myndbandið við lagið Gegnum dimman dal fyrir hann ásamt Ólöfu Erlu, grafískum hönnuði […]
Það hefur ekki farið framhjá neinum Eurovisionaðdáandanum að Rúmeníu hefur verið vísað úr keppni þetta árið. Evrópska sjónvarpsbandalagið, EBU sem stendur að baki Eurovision tók þess ákvörðun vegna skuldar rúmenska ríkissjónvarpsins, TVR við EBU. Ekki fer alveg sömu sögum af því hversu há skuld TVR er við EBU en í flestum tilvikum eru nefndar um […]
Greta Salóme töfraði alla upp úr skónum á Júró-stiklum í gær. Við getum auðvitað ekki sleppt því að sýna ykkur flutning hennar í heild sinni, sérstaklega fyrir þá sem áttu þess ekki kost að komast á stiklurnar í þetta sinn. Njótið vel!
Boðið var til þriðju útgáfu Júró-stiklna sunnudaginn 24. apríl sl. á Sólón í Bankastræti þar sem farið var í gegnum öll 42 Eurovision framlögin í ár ásamt því að Greta Salóme leit við og flutti Hear them calling. Þar sem FÁSES er töluvert öðruvísi samsettur en hinn týpíski OGAE aðdáendaklúbbur erlendis og fleira fjölskyldufólki innanborðs er […]
Nú stendur undirbúningur íslensku Eurovision-faranna sem hæst og Flosi hjá FÁSES.IS settist niður með Ásgeiri Helga danshöfundi til að ræða aðkomu hans að fæðingu Hear them calling. Ásgeir dróst inn í verkefnið þegar Greta Salóme hringdi í hann fyrir Söngvakeppnina og bað hann um að vera skuggahöndin í grafíkinni á sviðinu. Eitt leiddi af öðru, […]
Greta Salóme skellti sér til London um liðna helgi til að kynna lagið sitt Hear them calling á sérstökum Eurovision tónleikum þar í borg. FÁSES fékk Garðar Þór Jónsson, FÁSES meðlim, til að snappa frá ferðinni. Hér kemur afraksturinn fyrir þá sem misstu af þessu í gær. Takk elsku Garðar fyrir hjálpina!
Eftir 25 undankeppnir í jafnmörgum löndum, tilkynningu 43 Eurovision framlaga og preview party á ótal stöðum er loksins komið að undirbúningi fyrir sjálfa keppnina í Stokkhólmi í maí. FÁSES-teymið ásamt öllum aðdáendunum verður á staðnum til að grípa það helsta sem gerist á staðnum og miðla til ykkar lesenda. Endilega fylgist því með okkur hér á […]
Við fengum ægilega skemmtilega samantekt frá Ísaki Pálmasyni, FÁSES meðlim, um Melodifestivalen. Njótið vel! Úrslit Söngvakeppni sænska sjónvarpsins, Melodifestivalen, fara fram annað kvöld í Friends Arena í Stokkhólmi. RÚV mun sýna beint frá keppninni og hefst útsendingin klukkan 19:30. Keppnin þykir ein sú glæsilegasta í Eurovision heiminum og gefur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva ekkert eftir. Keppnin […]