Eurovision í Stokkhólmi – hér komum við!

greta 1Eftir 25 undankeppnir í jafnmörgum löndum, tilkynningu 43 Eurovision framlaga og preview party á ótal stöðum er loksins komið að undirbúningi fyrir sjálfa keppnina í Stokkhólmi í maí. FÁSES-teymið ásamt öllum aðdáendunum verður á staðnum til að grípa það helsta sem gerist á staðnum og miðla til ykkar lesenda. Endilega fylgist því með okkur hér á FÁSES.is, á facebook og Snapchat (fasessnap). Áfram Gréta Salóme!