Skuldir, brottrekstur og fjölbreytt lög

Það hefur ekki farið framhjá neinum Eurovisionaðdáandanum að Rúmeníu hefur verið vísað úr keppni þetta árið. Evrópska sjónvarpsbandalagið, EBU sem stendur að baki Eurovision tók þess ákvörðun vegna skuldar rúmenska ríkissjónvarpsins, TVR við EBU.

Ekki fer alveg sömu sögum af því hversu há skuld TVR er við EBU en í flestum tilvikum eru nefndar um 16 milljónir svissneskra franka eða ríflega 2 milljarðar íslenskra króna. Haft er eftir EBU að skuldin ógni nú fjárhagslegu sjálfstæði stofnunarinnar. Forsvarsmenn TVR eru eðlilega svektir með þetta og vilja meina að þeir hafi greitt hluta skuldarinnar sem og að hafa látið EBU vita að þeir gætu ekki staðið við allar afborganir. Í tilkynningu frá EBU kemur hins vegar fram að engin svör hafi borist á tilsettum tíma frá rúmenskum stjórnvöldum um lausn og því orðið að gríða til svo drastískra aðgerða.

Vefsíðan Romanian-Insider flutti fréttir af því í dag að einkarekin sjónvarpsstöð í Rúmeníu, PRO-TV, hafi leitast eftir því við EBU að fá að taka yfir keppnina og þannig koma Rúmeníu aftur í keppnina ásamt því að sýna frá henni í rúmensku sjónvarpi. Haft var eftir forstjóra PRO-TV, Aleksandras Cesnavicius, að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að einkareknar sjónvarpsstöðvar gripu inn í stöðu sem þessari þrátt fyrir að EBU væri samband ríkisrekna sjónvarpsstöðva.

Skuldavandi TVR við EBU kann að hafa víðtækari afleiðingar en þessar því í raun snýst málið um miklu meira en Eurovision. Það sem EBU gerði var að afturkalla aðild TVR að ýmissi þjónustu sem EBU veitir þeim sjónvarpsstöðvum sem eiga aðild að EBU. Þar með talið er ýmis tækni og rannsóknarþjónstua, sem og fréttaþjónusta og leyfi til að sýna frá ákveðnum íþróttaviðburðum. Framundan eru því vandasamari tímar hjá TVR.

Þrátt fyrir einhverjar tilraunir til að bjarga þátttöku Rúmena fyrir horn í ár verður að teljast harla ólíklegt að Anton stigi á svið í Globen og flytji lagið sitt Moment of Silence. Í allir þessari umræðu þótti okkur við hæfi að rifja aðeins upp þátttöku Rúmeníu í Eurovision.

Fyrstu árin
Það eru liðin 22 ár frá því að Rúmenía tók fyrst þátt. Það var Dan Bittman sem þreytti frumraun Rúmena á Eurovisionsviðinu í sjálfri Dublin árið 1994 með laginu Dincolo De Nori. Árangurinn var ekki upp á marga fiska. Stigin voru 14 sem skilaði 21. sætinu.

Rúmenar tóku sér strax nokkuð hlé og kepptu ekki aftur fyrr en árið 1998, þá með laginu Eu Cred í flutningi Malinu Olinescu. Árangurinn var enn verr. 22. sæti og 6 stig voru staðreynd. Rúmenar voru ekki alveg að baki dottnir þó þeir hafi tekið sér pásu árin 1999 og 2001. Eftir ágætt gengið árið 2002 með laginu Tell my why í flutningi þeirra Monica Anghel & Marcel Pavel hafa þeir verið með allar götur síðan.

Ágætur sprettur
Árangurinn Monicu Anghel og Marchel Pavel árið 2002 og Nicola 2003 leiddi til þess að Rúmenar þurftu ekki að taka þátt í fyrstu forkeppninni 2004. Hin léttklædda Sanda í fylgd berra og brúnna karlmannskroppa féll þó ekki í kramið hjá Evrópubúum og niðurstaðan var 18. sæti og þátttaka í forkeppninni 2005. Það ár mættu Rúmenar með fyrsta alvöru Europoppið sitt, bombuna Let my try, og flugu á því beina leið í úrslitin 2005 og 2006. Velgengin hélt áfram því Micha og Tornero lentu Rúmenum í 4. sætinu. Það þýddi bara eitt – engin forkeppni árið 2007.

Alltaf í úrslitum
Frá árinu 2008 þegar tvær forkeppnir voru teknar upp og allir settir í þær, óháð árangri, (náttúrlega að undanskildum stóru löndunum og vinningshafanum) hefur Rúmenía alltaf komist í úrslit. Besta árangri náður Paula Seling og Ovi árið 2010 með laginu sínu Playing with fire sem skilaði þeim 3. sætinu. Þrátt fyrir að Rúmenum hafi gengið hvað best með Europopp bombur hafa framlög þeirra þó verið nokkuð fjölbreytt og ljúkum við þessari umfjöllun með nokkrum dæmum.

Todomondo 2007

Hotel FM 2011

Cezar 2013

Voltaj 2015