
Hin hæfileikaríka og heillandi SuRie fór með sigur af hólmi í bresku undankeppninni fyrir Eurovision, You Decide. Lagið Storm sem SuRie flutti verður því framlag Breta í úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Lissabon. SuRie heitir fullu nafni Susanna Marie Cork og er 28 ára gömul frá Essex í Englandi. SuRie er menntuð í klassískum píanóleik, […]