Þjóðlagapönkbandið Zdob și Zdub mun heiðra okkur Eurovisionaðdáendur með nærveru sinni í þriðja skiptið. Lagið Trenulețul (lestin) var valið úr hópi 29 laga í sérstökum áheyrnaprufum sem haldnar voru í TRM Studio í Chișinău 29. janúar sl. Lagið var valið af sérstakri dómnefnd skipaðri vel völdum moldóvskum Eurovision stjörnum; Geta Burlacu (Eurovision 2008), Vali Boghean, Cristina Scarlat (Eurovision 2014), Victoria […]

Read More »

Seinasta vika var gjörsamlega brútal í Júrólandi, og við erum nýbúin að ná okkur niður eftir fimm daga veislu frá Ítalíu. Og vegna þess hve Sanremo tók mikið pláss í lífi okkar, þá duttu aðrar forkeppnir svolítið upp fyrir og biðjumst við velvirðingar á því. Ein af þessum keppnum var send út beint frá Skopje […]

Read More »

Írland, sigursælasta Eurovisionland sögunnar, hefur ekki riðið feitum hesti frá keppninni undanfarin ár og líklega náði niðurlægingin hámarki á síðasta ári þegar framlag þeirra lenti aðra keppnina í röð í neðsta sæti undanriðilsins. Írska Eurovision sendinefndin sá að svona gat þetta ekki gengið lengur og ákvað að breyta fyrirkomulaginu í ár. Þeir efndu því til […]

Read More »

Festival di Sanremo var haldin í 72. sinn í liðinni vikunni. Það er ítölsk söngvakeppni og oft hefur sigurvegari hennar keppt fyrir hönd Ítalíu í Eurovision en það er þó alls ekki alltaf raunin. Keppnin var fyrst haldin í lok janúar árið 1951 og hefur verið haldin árlega síðan og er því ein elsta söngvakeppni […]

Read More »

Fjórðu þáttaröð X Factor Israel lauk í gær þegar hinn 25 ára Michael Ben David sigraði keppnina með kankvísum sjálfsástaróð, samsettum af sál, sveittum dansi, fingursmellum og falsettu – og jafnvel smá bragði af Haffa Haff. X Factor Israel var einnig forkeppni Ísraela fyrir Eurovision og fer Ben David því alla leið til Tórínó, rétt […]

Read More »