
Einn viðkunnalegasti flytjandi ársins og seinasta árs, Jeangu Macrooy, er mættur aftur til leiks fyrir hönd gestgjafanna og í þetta sinn verða hlutirnir ekki teknir neinum vettlingatökum, því hann er barn byltingarinnar í laginu “Birth of a New Age” sem verður framlag Hollendinga á heimavelli, og nei. Lagið er EKKI um sóttvarnarþreytuna í Evrópu.