Það verður ekki annað sagt en að FÁSES hafi hitað vel upp fyrir Söngvakeppnina í ár! Herlegheitin byrjuðu föstudagskvöldið 2. mars þar sem FÁSES hélt Eurovision BarSvar í sal Samtakanna 78, kvöldið fyrir úrslitakeppnina. Þar sem Steinunn Björk Bragadóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Kristján Jóhannes Pétursson (þ.e. Steina, Stína og Stjáni) eru þekkt fyrir að vita allt um Eurovision, […]
Flokkur: Söngvakeppnin 2018
Post Söngvakeppnin depression eða eftirsöngvakeppnisbringsmalaskotta (ESB) eins og það gæti útlagst á hinu ástkæra ylhýra er ekkert grín. Í dag eru Eurovision aðdáendur rétt að byrja að jafna sig á ESB-inu. Eina huggun aðdáendanna í ESB-inu er að rifja upp þessa stórglæsilegu útsendingu sem RÚV stóð fyrir á laugardagskvöldið og frammistöðu allra þeirra frábæru listamanna sem komu fram […]
Nú er farið að ískra í FÁSES-ingum af spennu vegna úrslita Söngvakeppninnar í kvöld. Við brugðum á leik með keppendum í ár með smá upphitunaratriði. Gleðilega hátíð og góða skemmtun!
FÁSES fékk þrjá félaga til að spá í spilin fyrir úrslitin í Söngvakeppninni sem haldin verða í Laugardalshöll annað kvöld. Sérfræðingapanellinn var með nýju sniði og fengum við fulltrúa frá þremur FÁSES-kjördæmum í léttar umræður. Frá FÁSES Suður kemur Steinunn Björk Bragadóttir, frá FÁSES Norður kemur Halla Ingvarsdóttir og frá FÁSES á meginlandi Evrópu kemur Haukur Johnson. Niðurstöður […]
Það má með sanni segja að FÁSES taki úrslitahelgi Söngvakeppninnar með trompi þetta árið. Hvorki meira né minna en fjórir viðburðir eru skipulagðir fyrir æsta Eurovision aðdáendur. Förum aðeins yfir þetta. Eurovision Barsvar Söngvakeppnishelgin byrjar á Barsvari (e. pub quiz). Þar munu Steinunn Björk Bragadóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Kristján Jóhannes Pétursson (þ.e. Steina, Stína og Stjáni) […]
Annað undankvöld Söngvakeppninnar 2018 var haldið 17. febrúar sl. í Háskólabíó. Eins og hefðin er hittust FÁSES-liðar á Stúdentakjallaranum fyrir keppni og í þetta sinn hafði gjaldkeri félagsins hreinsað upp lager heildsala landsins af íslenskum fánum. Fánana þurfti að setja saman og því ekki annað í stöðunni en að virkja mannskapinn. Eftir næringu og hæfilega […]
Aron Hannes flytur lagið Gold digger eftir Svein Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson og Oskar Nyman með texta eftir Valgeir Magnússon í seinni undankeppni Söngvakeppninnar 17. febrúar nk. Samstarfs Sveins Rúnars og Arons Hannesar sem byrjaði í Söngvakeppninni fyrir ári síðan heldur áfram en Gold digger er fjórða lagið þeirra saman (lögin Sumarnótt og Morgunkoss komur út 2017). Sveinn Rúnar er […]
Stefanía Svavarsdóttir, Agnes Marínósdóttir og Regína Lilja Magnúsdóttir flytja lagið Svaka stuð eftir Agnesi Marínósdóttur, Aron Þór Arnarsson og Marínó Breka Benjamínsson, íslenskur texti eftir Agnesi Marínósdóttur, Stefaníu Svavarsdóttur og Lovísu Rut Kristjánsdóttur, í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 17. febrúar nk. Stefaníu Svavars þarf vart að kynna fyrir Eurovision aðdáendum enda er þetta í fjórða skiptið […]
Sonja Valdín og Egill Ploder úr Áttunni, flytja lagið Hér með þér eftir Egil Ploder Ottósson og Nökkva Fjalar Orrason í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 17. febrúar nk. Vinsælasta samfélagsmiðlamerki Íslands, Áttan, tekur þátt í Söngvakeppninni í fyrsta sinn í ár. Þó ekki með týpískt Áttulag eins og hafa verið vinsæl hjá landanum undanfarin misseri en Hér með þér […]
Dagur Sigurðsson flytur lagið Í stormi eftir Júlí Heiðar Halldórsson með íslenskum texta eftir Júlí Heiðar og Þórunni Ernu Clausen í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 17. febrúar nk. Dagur er nýliði í Söngvakeppninni en það eru Júlí Heiðar og Þórunn Erna svo sannarlega ekki. Júlí keppti með Spring yfir heiminn í Söngvakeppninni 2016 og Heim til þín […]
Rakel Pálsdóttir flytur lagið Óskin mín eftir Hallgrím Bergsson í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 17. febrúar nk. Söngvakeppnisaðdáendur ættu að þekkja Rakel en hún var bakrödd hjá Grétu Mjöll í Eftir eitt lag árið 2014, keppti síðan með Hinemoa 2015 með lagið Þú leitar líka að mér og í fyrra sem dúett ásamt Arnari Jónssyni með lagið Til mín. Það er því […]
Mikið var um dýrðir í Háskólabíó í gærkveldi þegar fyrri undankeppni Söngvakeppninnar 2018 var haldin. FÁSES liðar fjölmenntu í Stúdentakjallarann um fimmleytið til að spá og spekúlera fyrir kvöldið. Eftir nokkra drykki og kvöldverð var þrammað yfir í Háskólabíó í storminum, lúkurnar fylltar af plakötum af keppendum og sest í bestu sæti hússins, beint fyrir framan […]