Fulltrúar Frakka í Eurovisionkeppninni í Lissabon í ár verða hjónin Émilie Satt og Jean-Karl en þau skipa dúettinn Madame Monsieur og flytja lagið Mercy. Lagið felur í sér gagnrýni á þjóðir Evrópu vegna flóttamannavandans. Heiti lagsins er nafn lítillar stúlku sem fæddist um borð í flóttamannabát síðastliðið vor en móðir hennar hafði flúið átökin í […]
Month: January 2018
Felix Bergsson hefur farið fyrir sendinefnd íslenska Eurovision hópsins (head of delegation, oft stytt í HoD) síðustu ár og er nú staddur í París, Frakklandi, þar sem úrslit Destination Eurovision, frönsku undankeppninnar í Eurovision, fara fram. Felix er hluti af alþjóðlegu dómnefndinni í keppninni en það verður ekki eina dómnefndarseta hans þetta árið því hann […]
Æ æ, aumingja elsku Spánn. Þeir hafa ekki riðið feitum hesti frá keppninni undanfarin ár, og hafa hæst komist í 10. sæti á undanförnum 16 árum og hafa, þrátt fyrir að hafa verið með nánast frá byrjun, aðeins unnið keppnina tvisvar. Árið 1968 kom Massiel með lagið “La La La” og rétt hafði sigur fram […]
Eftir að hafa handvalið keppendur til að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir hönd Frakklands undanfarin ár ákvað franska ríkissjónvarpið að vera með undankeppni í þetta sinn og gefa almenningi kost á að velja fulltrúa Frakklands í Eurovision 2018. Hugsanlega kom þessi ákvörðun í kjölfar mikillar velgengni Amirs, keppenda Frakka árið 2016. Lag hans […]
Eins og allir Eurovisionaðdáendur vita er skemmtilegasti tími ársins runninn upp, sá tími þegar við sitjum með nefið á bólakaf í undankeppninum sem nú fara fram í löndunum í kringum okkur. Sumir aðdáendur ganga svo langt að segja að þetta sé allra skemmtilegasta aðventan og jólin renni upp í maí þegar aðalkeppni Eurovision fer fram. FÁSES.is hyggst brydda […]
RÚV kynnti keppendur í Söngvakeppninni 2018 í sérstökum kynningarþætti sem sýndur var í gær. Í ár er boðið upp á nokkuð gott jafnvægi á milli ballaða og laga sem hægt er að dilla bossanum við. Nýliðar eru áberandi í hópi flytjenda Söngvakeppninnar 2018 en þó sjáum við þrjú andlit í hópi flytjenda sem Söngvakeppnisaðdáendur ættu […]
Aðalfundur FÁSES var haldinn á Ölveri 26. október 2017. Áhuginn á félaginu er greinilega að aukast því troðfullt var út úr dyrum. Á fundinum voru á dagskrá hefðbundin aðalfundarstörf eins og skýrsla stjórnar og yfirferð reikninga en einnig þurfti að gera smávegi lagfæringar á samþykktum félagsins. Um þetta allt má lesa um í fundargerð aðalfundarins sem má […]