Þá hafa hinir gestgjafar Eurovision neglt lagi í hús, en í seinustu viku kynntu Bretar hina 25 ára gömlu söngkonu Holly Mae Muller, (sem kýs þó að sleppa Holly og er betur þekkt sem einfaldlega Mae Muller) til leiks með lagið „I wrote a song“ og mun hún feta í risastór fótspor Sam Ryder og […]
Tag: Bretland
Bretar eru orðnir alveg mökkleiðir á ömurlegu gengi sínu í Eurovision undanfarin ár, og fengu alveg upp í kok í fyrra þegar þeir höfðu nákvæmlega ekki neitt upp úr krafsinu eftir símakosninguna… aftur. BBC fór í mikla naflaskoðun í framhaldinu og nú er bara aldrei að vita nema þeir hafi loksins fundið langþráð gullfræ. Það […]
Fyrrum stórveldinu Bretlandi hefur ekki gengið neitt sérlega vel í Eurovison seinustu árin, eða öllu heldur áratugina. 24 ár eru síðan Katarina & The Waves hirtu keppnina til Birmingham og marga er farið að þyrsta í velgengni Breta aftur. Það er spurning hvort ljúflingsbangsinn og söngvarinn James Newman verði við þeim óskum í ár.