Slóvenar eru meðal þeirra sem þurfa að leggja fæsta kílómetra að baki á leið sinni til Tórínó, einungis eina landamærastöð. En hún var ekki endilega alveg eins greiðfær, slóvenska undankeppnin fyrir Eurovision, Evrovizijska Melodija eða EMA. Fyrst var nefnilega haldin keppnin EMA Freš til að velja fjóra nýliða til að keppa í EMA og var hún í gangi frá […]
Flokkur: Evrovizijska Melodija (EMA) í Slóveníu
Slóvenar hafa verið með í Eurovision síðan 1993, rétt eins og nágrannalöndin Bosnía og Króatía. Þeim hefur svo sem ekki gengið neitt áberandi vel og hafa hæst komist í 7. sætið. Þangað komust þeir bæði árið 1995 þegar Darja Svajger flutti lagið “Prisluhni Me” í Dublin og svo aftur árið 2001, en það var söngkonan […]
Forkeppnin Evrovizijska Melodija (EMA) í Slóveníu fór fram síðastliðið laugardagskvöld. Tíu lög tóku þátt í keppninni og komust tvö stigahæstu lögin áfram í einvígi eins og við þekkjum í Söngvakeppninni hér heima. Stigahæst eftir fyrri kosninguna voru dúettinn Zala Kralj & Gašper Šantl með lagið Sebi og Sara Briški Cirman, sem er betur þekkt undir listamannsnafninu Raiven, […]