Hooverphonics freistar gæfunnar fyrir Belga!


Flæmski ríkismiðillinn VRT ber ábyrgð á valinu í ár fyrir Belga en ríkismiðlanir tveir skiptast á að velja Eurovision framlag Eurovision. Það er tríóið Hooverphonics sem fer fyrir hönd Belga í Rotterdam.

Hooverphonics, eins og áður hefur komið fram hjá FÁSES.is, eru búin að vera til síðan 1995 en mannabreytingar hafa verið gerðar innan bandsins tvisvar sinnum. Það er Luka Cruysberghs sem mun leiða bandið í von um að komast á úrslitakvöldið 16. maí nk. og koma Belgum á skrið enn á ný. Það var mikil eftirvænting fyrir lagi Hooverphonics því það er ekki alveg hægt að staðsetja þau í tónlistinni. Þau hafa bæði gefið út fjörugt popp og hægari tónlist. Það ætti þá ekki að koma neinum á óvart að lagið Realese Me er lágstemmd ballaða sem margir hafa lýst sem týpísku James Bond lagi. Strengirnir og þessi gamaldags tónn sem Hooverphonics hefur kennt sig við má heyra í gegnum lagið.

Lagið fjallar eins og svo mörg Eurovision lög um ástarævintýri. Konan sem er sungið um í laginu virðist ákveða að enda ástarrómansinn en það er engu að síður opið fyrir túlkun hvort það sé virkilega það sem hún vilji. Orðrómur spratt upp að Hooverphonics væru að gera lítið úr Eurovision og líktu því við sirkus en VRT þverneitar því og segir þau hlakka mikið til að taka þátt í keppninni. Belgía er sem stendur í 18. sæti í veðbankaspám sem myndi tryggja þeim í úrslitin. Belgar munu stíga á svið í fyrri undankeppninni og geta Íslendingar því ekki kosið þá nema að þeir fari áfram í úrslit Eurovision.