Fyrir ári síðan héldu FÁSES í samstarfi við Kex Hostel Eurovision hátíð í skugga samkomutakmarkana og heimsfaraldurs þar sem gleðin og hamingjan skein af hverju andliti!
Eurovision aðdáendurnir og FÁSES-liðarnir Guðný Matthíasdóttir og Róbert Hallbergsson ætla í samvinnu við Kex Hostel að endurtaka leikinn og eru búin að skipuleggja samáhorf á Eurovision. Á barnum verður tilboð á Eurovision kokteil og öll sem hafa áhuga eru velkomin á svæðið til að hvetja sitt uppáhaldslag til dáða.
Hér er að finna hlekki á viðburðina á Facebook: