Myndir frá fyrstu æfingu Systra í Tórínó


Góðan daginn kæru Eurovisionaðdáendur!

Í venjulegu árferði hefði FÁSES.is heilsað ykkur frá Tórínó en í ár hafa skipuleggjendur Eurovision ákveðið að loka fyrstu æfingum þátttökulandanna fyrir öðrum blaðamönnum en þeim sem eru á vegum keppninnar. Við hvetjum því áhugasama til að fylgjast með gangi mála í beinni textalýsingu á eurovision.tv.

Við reynum þó að gera okkar besta til flytja einhverjar fréttir frá Ítalíu. Fyrsta æfing Íslands á Eurovision sviðinu var í morgun. RÚV hefur flutt fréttir af því að æfingin hafi gengið vel og nýr fatnaður systranna þykir á fagmáli skítlúkka! Við bíðum síðan spennt eftir að fá að sjá brot úr æfingunni en hún mun birtast á TikTok reikningi Eurovision Song Contest en á meðan er hægt að njóta þessarar fallegu mynda frá Tórínó.

Myndir: Andres Putting fyrir EBU.