Reykjavík calling! Stig FÁSES í OGAE Big Poll 2022


Á hverju ári framkvæma stærstu regnhlífarsamtök Eurovisionklúbba í heiminum, OGAE International, risastóra könnun sem nefnist OGAE Big Poll þar sem félagar aðdáendaklúbbanna velja sín eftirlætis Eurovisionlög í keppninni. Í dag voru stig FÁSES í OGAE Big Poll 2022 birt:

Alls tóku 47 FÁSES-liðar þátt í könnuninni.

Hægt er að fylgjast með stöðunni í OGAE Big Poll á vef OGAE International. Í dag hafa 25 Eurovision klúbbar kynnt sín stig og það þýðir að enn á eftir að opinber stig 19 klúbba. Ísland er enn án stiga í könnuninni. Hér má sjá stöðuna eins og hún er í dag þann 23. apríl 2022 en Cornelia Jakobs með lagið Hold Me Closer frá Svíþjóð leiðir nú með einu stigi en framan af hafa Ítalir leitt stigatöfluna nokkuð örugglega. Úrslitin verða greinilega spennandi!