Eurovision-vikan er loksins komin eftir óvanalega langa bið. Þótt Eurovision sé nú haldið með öðru sniði og fáir áhorfendum í salnum í Rotterdam blæs FÁSES til heljarinnar Eurovision-viku í samvinnu við Kex hostel. Dagskráin er þétt og nóg í boði fyrir Eurovision-þyrsta aðdáendur.
ATH: Nauðsynlegt er að skrá sig á þá viðburði sem áhugi er á að sækja.
Þar sem samkomutakmarkanir eru í gangi voru FÁSES-meðlimir í forgangi, en nú er búið að opna skráningu fyrir alla.
Dagskráin er sem hér segir og verða allir viðburðir haldnir á KEX hostel, Skúlagötu 28.
Sunnudagur 16. maí, kl. 16:00 – Rauði/blágræni dregillinn
Við byrjum júróvikuna á því að horfa saman á opnunarhátíð Eurovision þegar keppendur ganga rauða dregilinn, eða blágræna dregilinn eins og Hollendingar ætla að kalla hann í ár. Steinunn Björk Bragadóttir og Ísak Pálmason munu leiða okkur í gegnum viðburðinn sem verður í beinni útsendingu frá Rotterdam. Nauðsynlegt verður að skrá sig á viðburðinn vegna samkomutakmarkana.
Skráning hér.
Facebook-viðburður hér.
Þriðjudagur 18. maí, kl. 17:00-22:00 – Fyrri undankeppnin
Þriðjudaginn 18. maí ætlum við að hittast og horfa saman á fyrri undankeppni Eurovision. Upphitun hefst klukkan 17:00 þar sem aðdáendur geta rabbað saman og bollalagt um komandi keppnir. Einnig er tilvalið að fylla á kaloríutankinn áður en keppni hefst, enda er orkumikið smellaþon framundan.
Nauðsynlegt verður að skrá sig á viðburðinn vegna samkomutakmarkana.
Skráning hér.
Facebook-viðburður hér.
Miðvikudagur 19. maí, kl. 20:00-22:00 – Eurovision Barsvar
Verið óhrædd, því Eurovision guðspjallamennirnir Markús og Jóhannes boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Eurovision Barsvar FÁSES verður haldið á Kex Hostel miðvikudaginn 19. maí kl. 20. Spurningahöfundar verða Markús Þórhallsson og Jóhannes Þór Skúlason, Eurovision spekúlantar par excellans. Júróverðlaun í boði fyrir Barsvarssnillinga!
Nauðsynlegt verður að skrá sig á viðburðinn vegna samkomutakmarkana.
Skráning hér.
Facebook-viðburður hér.
Fimmtudagur 20. maí, kl. 17:00-22:00 – Seinni undankeppnin
Fimmtudaginn 20. maí ætlum við að hittast og horfa saman á síðari undankeppni Eurovision en það er einmitt undankeppnin sem Daði og Gagnamagnið taka þátt í. Við reynum að ná sambandi við íslensku sendinefndina og heyra hvernig stemningin er í hópnum. Eiríkur Hafdal mun síðan koma okkur í gírinn og syngja Eurovision slagara áður en að keppnin hefst.
Nauðsynlegt verður að skrá sig á viðburðinn vegna samkomutakmarkana.
Skráning hér.
Facebook-viðburður hér.
Föstudagur 21. maí, kl. 20:00-22:00 – Eurovision karaoke FÁSES
Föstudaginn 21. maí ætlum við að tjúna upp í græjunum og hita upp raddböndin fyrir lokakeppni Eurovision. Hið eina sanna Eurovision karaoke FÁSES verður tekið til handagagns og við treystum á að þið takið öll eins og eitt lag! Lagalistinn verður birtur innan tíðar.
Nauðsynlegt verður að skrá sig á viðburðinn vegna samkomutakmarkana.
Skráning hér.
Facebook-viðburður hér.
Laugardagur 22. maí, kl. 14:00 – Eurovision Zumba
Til að hita upp í kroppunum verður okkar eini sanni Flosi Jón Ófeigsson með hressilegan Zumba-tíma þar sem dansað verður við ýmsa Eurovision slagara.
Nauðsynlegt verður að skrá sig á viðburðinn vegna samkomutakmarkana.
Skráning hér.
Facebook viðburður hér.
Laugardagur 22. maí, kl. 14:00-22:00 – Eurovision hátíð
Laugardaginn 22. maí ætlum við að halda Eurovision hátíð á Kex Hostel sem hefst með Eurovision Zumba. Selma og Eurobandið munu svo stíga á stokk ásamt því að Eurovision DJ mun þeyta skífur til að koma okkur í stuð. Hver veit nema við heilsum upp á Rotterdamfara í leiðinni. Að sjálfsögðu horfum við síðan saman á úrslitin í Eurovision kl. 19:00.
Nauðsynlegt verður að skrá sig á viðburðinn vegna samkomutakmarkana.
Skráning hér.
Facebook-viðburður hér.
Sjáumst í Eurovision-stuði á Kex Hostel!