Júró-Gróa er mætt til Lissabon!

Júró-Gróa heyrði á göngum blaðamannahallarinnar að franska sjónvarpsstöðin hefði fundað í síðustu viku. Sem hefði svosum ekki verið saga til næsta bæjar en þar sem eina fundarefnið var “Hvað ef Frakkland vinnur Eurovision?” vekur það athygli! Það er gott að menn sé vel undirbúnir…

Danska lagið, Higher Ground sem Rasmussen syngur, var ekki bara sent inn í Melodifestivalen í Svíþjóð og hafnað þar heldur var það einnig sent inn í norsku undankeppnina en var einnig hafnað!

Alexander Rybak var víst eitthvað þreyttur á fyrstu æfingunni sinni í morgun. Eftir blaðamannafundinn tók hann ekki nein viðtöl eins og venja er þar sem hann þurfti að fara heim að sofa. Orðið í blaðamannahöllinni er að hann hafi verið að skemmta sér í gærkvöldi í afmæli Philip Kirkorovs vinar okkar frá Búlgaríu sem samdi meðal annars lagið frá Móldóvu í ár og lagið hans Sergeys Lazarevs frá Rússlandi 2016. Í afmælinu voru fleiri þátttakendur í Eurovision, meðal annars Ari og íslenski hópurinn.