Niðurstöðurnar úr skoðanakönnun FÁSES eru komnar í hús og samkvæmt þeim vinnur Portúgal keppnina í kvöld. Ítalir þykja næstlíklegastir til sigurs og Búlgaría er í þriðja sæti. Þetta rímar við niðurstöður veðbanka. Oddschecker.com tekur saman niðurstöður veðbanka og í gær náði Portúgal efsta sætinu af Ítalíu, sem hefur haldið því frá því að lagið var kynnt sem sigurvegari Sanremo tónlistarhátíðarinnar.
Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral á sviði. Mynd: Andres Putting.
FÁSES-liðar höfðu rétt fyrir sér um átta af þeim tíu löndum sem komust áfram úr seinni undankeppninni. Makedóníu og Eistlandi hafði verið spáð áfram en þess í stað komust Króatía og Noregur í úrslitin í kvöld.