Til hamingju Portúgal!

Mynd: Eurovision.tv / Andres Putting

Portúgal sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrsta skipti í gær. Salvardor Sobral, sem söng lagið Amar Pelos Dois eftir Louísu systur sína, kom sá og sigraði með alls 758 stigum en hann var efstur á blaði hjá bæði dómnefndum og almenningi sem kaus í símakosningu. Lengi var beðið eftir þessum sigri en Portúgalar hafa beðið í 53 ár eftir að vinna Eurovision (alls 49 portúgölsk Eurovision lög). Nú eru Maltverjar sú þjóð sem lengst hefur beðið eftir Eurovision sigri eða 46 ár. Lokastigataflan fyrir Eurovision 2017 hljóðar svo: