Hverjir komast áfram úr seinni undankeppninni að mati FÁSES-liða?

Félagsmenn FÁSES tóku þátt í könnun á því hvaða lönd komast áfram úr seinni undankeppninni:

Þetta eru þau tíu lönd sem spáð er áfram, í þeirri röð sem þau koma fram í keppninni í kvöld: Austurríki, Makedónía, Rúmenía, Holland, Ungverjaland, Danmörk, Hvíta-Rússland, Búlgaría, Eistland og Ísrael. Þetta er nokkuð í takt við veðbanka sem telja Noreg komast áfram en Makedóníu ekki.


Búlgaría er efst í veðbönkum fyrir kvöldið. Mynd: Andres Putting

FÁSES-liðar höfðu rétt fyrir sér um átta af þeim tíu löndum sem komust upp úr fyrri undankeppninni, spáðu Finnlandi og Íslandi áfram en þeirra í stað fóru Pólland og Kýpur áfram. Nú er spennandi að sjá hvort spáin fyrir kvöldið gengur eftir.