Hverjir komast áfram í kvöld að mati FÁSES-liða?

FÁSES efndi til könnunar meðal félagsmanna til að athuga hverja þeir teldu komast upp úr fyrri undankeppninni.

Þetta eru þau tíu lönd sem fengu flest atkvæði félagsmanna, í þeirri röð sem þau koma fram í keppninni í kvöld: Svíþjóð, Ástralía, Belgía, Finnland, Aserbaídsjan, Portúgal, Grikkland, Moldavía, Ísland og Armenía.

Veðbankar geta tekið breytingum en eins og staðan er núna eru veðbankar og FÁSES-liðar sammála um níu af tíu löndum. Í veðbönkum hefur Svölu ekki verið spáð áfram en í stað hennar kemst Kýpur áfram ef veðbankar hafa rétt fyrir sér. Spennan magnast og í ljós kemur hvort þessi spá er í takt við hvað Evrópu finnst.