Skipulagningin í ár er kannski ekki mjög tímanleg eins og einhverjir hafa orðið varir við. Til dæmis var í síðustu viku enn verið að taka upp póstkortin sem eru sýnd eru á undan hverju framlagi. Þessi tímasetning fer ekki vel í margar sendinefndir…
Lasse og Leena frá Finnlandi eru mjög hrifin af íslenskri tónlist. Lasse er hrifin af Sigurrós, Björk og Ólafi Arnalds og hann vill gjarnan koma til Íslands að spila. Fréttaritari FÁSES greip tækifæri og kom Norma John saman við annan umboðsmann Svölu í von um að við fáum að sjá þau á sviði í Reykjavík.
Króatíski söngvarinn, Jacques Houdek, á í erfiðleikum með hitann hér í Kænugarði og gengur um allt með litla gyllta viftu í hendinni.
Sænski sjarmörinn Robin Bengtsson er á fullu í landkynningu fyrir landið sitt Svíþjóð og hefur flutt með sér kassana af sænsku munntókbaki til Kænugarðs. Sögur herma að hluti íslensku sendinefndarinnar sé búin að bragða á sendingunni og að hún standist fyllstu gæðakröfur.