Íslensk móttaka í Kænugarði

Íslenski konsúllinn í Kænugarði, Konstantyn Malovanyi, hélt boð fyrir íslenska Eurovision-hópinn síðustu helgi og naut FÁSES.is þess heiðurs að fá boð í mótttökuna. Kristín Árnadóttir, sendiherra Íslands í Helsinki, sem einnig gegnir sendiherrastörfum fyrir Úkraínu flaug til Kænugarðs sérstaklega fyrir Eurovision. Gestir nutu góðra veitinga og fallega veðursins. Boðið var upp á frábæra skemmtun og sungu Svala og bakraddir hennar úr Gospelkór Reykjavíkur Paper á íslensku og ensku fyrir nærstadda ásamt Vetrarsól og Lean on me. Svala tók sér góðan tíma til að hitta blaðamenn og aðdáendur sína sem margir höfðu látið sig dreyma um lengi að sjá stjörnuna. Athygli vakti að finnsku keppendurnir, Lasse og Leena, mættu í boðið og moldavísku keppendurnir, Sunstroke Project, og setti það skemmtilegan svip á móttökuna.