Höndla þau að vera Eurovision-stjörnur í tvær vikur? FÁSES tók Spring yfir heiminn gengið tali

Þórdís Birna og Guðmundur Snorri (Mynd: RÚV).

Þórdís Birna og Guðmundur Snorri (Mynd: RÚV).

FÁSES-liðar vilja að sjálfsögu velja þá keppendur sem höndla það best að vera Eurovision stjörnur í Stokkhólmi í tvær vikur og þann sem verður landi og þjóð til sóma. Munu keppendur Söngvakeppninnar höndla lélega tæknimenn, trítilóða Eurovision aðdáendur og hina fáranlega ströngu tímadagskrá Jónatans Garðarssonar? Til að ganga úr skugga um það fór FÁSES.is á stúfana og lagði sérhannað aðdáendaspurningapróf fyrir keppendur.

Þórdís Birna Borgarsdóttir og Guðmundur Snorri Sigurðarson syngja lag Júlí Heiðars Halldórssonar, Spring yfir heiminn, í Söngvakeppninni næsta laugardagskvöld. Texta lagsins eiga þeir Júlí Heiðar og Guðmundur Snorri. FÁSES.is hitti á Þórdísi Birnu, Guðmund Snorra og Júlí Heiðar í Listaháskólanum en sá síðastnefndi er í leiklistarnámi við skólann. Þrímenningarnir voru gríðarhressir í viðkynningu og verður ekki annað séð en að mikil spenna ríki í hópnum yfir þátttökunni í Söngvakeppninni. Þau höfðu þó á orði að hraðaspurningapróf FÁSES væri ekkert sérlega hratt – spurningarnar væru allar svo langar!

Endilega kíkið líka á ensku útgáfu Spring yfir heiminn – Ready to Break Freehér.