Höndla þau að vera Eurovision-stjörnur í tvær vikur? Erna Mist og Magnús bræða FÁSES í spað

Erna Mist og Magnús (Mynd: RÚV)

Erna Mist og Magnús (Mynd: RÚV)

FÁSES-liðar vilja velja þá keppendur sem höndla það best að vera Eurovision stjörnur í Stokkhólmi í tvær vikur og þá sem verða landi og þjóð til sóma. Hvernig munu keppendur Söngvakeppninnar höndla lélega tæknimenn, trítilóða Eurovision aðdáendur og hina fáranlega ströngu tímadagskrá Jónatans Garðarssonar? Til að ganga úr skugga um það fór FÁSES.is á stúfana og lagði spurningapróf fyrir keppendur.

Kærustuparið Erna Mist og Magnús Thorlacius syngja lag sitt Ótöluð orð í Söngvakeppninni á laugardaginn. Þau eru 17 ára afskaplega viðkunnalegir menntskælingar úr MH og er þetta þeirra fyrsta tilraun í sviðsljósinu. FÁSES.is tók Ernu og Magnús tali í Hörpu og heilluðu þau okkur strax upp úr skónum með einlægri framkomu. Það verður ekki annað sagt en að tónlistarheimurinn eigi von á góðu með allt þetta unga hæfileikafólk út um allar trissur!

Erna og Magnús hafa gefið út lagið sitt á ensku – No Man’s Land – endilega kíkið á það hér.